Markaði nýtt upphaf þegar RÚV klippti á útsendinguna frá vítaspyrnukeppninni 2006 Anton Ingi Leifsson skrifar 8. apríl 2020 11:30 Margrét Lára faðmar systur sína, Elísu, eftir að Valur varð Íslandsmeistari í haust. vísir/daníel Markadrottningin og fyrrum landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það hafi markað ákveðið upphaf í vitneskju um áhuga á kvennaknattspyrnu er útsendingin frá bikarúrslitunum 2006 var rofin. Valur og Breiðablik mættust í mögnuðum leik á Laugardalsvelli. Eftir 3-3 jafntefli, þar sem Margrét Lára skoraði öll mörk Vals, var farið í vítaspyrnukeppni en klippt var á útsendinguna og ekki sýnt frá vítaspyrnukeppninni. Margrét Lára var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem hún gerði upp ferilinn en hún sagði að þetta hafi verið einn sinn besti leikur á ferlinum. Amma sendi RÚV vel valin skilaboð „Það var margt sem mótiveraði mig á þessum degi. Við vorum að koma undan erfiðu tímabili með Val árið 2005 sem var mitt fyrsta tímabil. Ég kem í lið sem var Íslandsmeistari og við unnum ekki neitt árið 2005. Það var smá bömmer fyrir mig og erfitt tímabil fyrir mig og liðið. Maður var í hefndarhug árið eftir og við ætluðum okkur allt þetta tímabil,“ sagði Margrét Lára. „Þessi leikur var ótrúlegur og endaði á mjög sérstakan hátt. Ég veit ekki hvort fólk man eftir því en þegar vítaspyrnukeppnin byrjaði þá var „cuttað“ á útsendinguna. Það markaði upphafið að því að margir hafi áttað sig á því að fólk hafi nennt að horfa á kvennafótbolta. Fram að því var verið að sýna einn og einn leik. Bikarúrslitaleikurinn var sýndur og einn og einn landsleikur en ég veit að það var allt vitlaust á RÚV.“ „Ég held að amma mín heitin hafi verið þar fremst í flokki og hún sendi einhver vel valin skilaboð niður á RÚV og fleiri. Þetta var náttúrlega hálf skammarlegt að „cutta“ á útsendingu í svona spennandi leik og komið í vítaspyrnukeppni. Eftir það fannst mér meira tekið eftir kvennaknattspyrnu og þetta var ótrúlega góð auglýsing fyrir kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Sportið í kvöld - Margrét Lára um bikarúrslitin 2006 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Handbolti Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Enski boltinn Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Sjá meira
Markadrottningin og fyrrum landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir segir að það hafi markað ákveðið upphaf í vitneskju um áhuga á kvennaknattspyrnu er útsendingin frá bikarúrslitunum 2006 var rofin. Valur og Breiðablik mættust í mögnuðum leik á Laugardalsvelli. Eftir 3-3 jafntefli, þar sem Margrét Lára skoraði öll mörk Vals, var farið í vítaspyrnukeppni en klippt var á útsendinguna og ekki sýnt frá vítaspyrnukeppninni. Margrét Lára var gestur í Sportinu í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi þar sem hún gerði upp ferilinn en hún sagði að þetta hafi verið einn sinn besti leikur á ferlinum. Amma sendi RÚV vel valin skilaboð „Það var margt sem mótiveraði mig á þessum degi. Við vorum að koma undan erfiðu tímabili með Val árið 2005 sem var mitt fyrsta tímabil. Ég kem í lið sem var Íslandsmeistari og við unnum ekki neitt árið 2005. Það var smá bömmer fyrir mig og erfitt tímabil fyrir mig og liðið. Maður var í hefndarhug árið eftir og við ætluðum okkur allt þetta tímabil,“ sagði Margrét Lára. „Þessi leikur var ótrúlegur og endaði á mjög sérstakan hátt. Ég veit ekki hvort fólk man eftir því en þegar vítaspyrnukeppnin byrjaði þá var „cuttað“ á útsendinguna. Það markaði upphafið að því að margir hafi áttað sig á því að fólk hafi nennt að horfa á kvennafótbolta. Fram að því var verið að sýna einn og einn leik. Bikarúrslitaleikurinn var sýndur og einn og einn landsleikur en ég veit að það var allt vitlaust á RÚV.“ „Ég held að amma mín heitin hafi verið þar fremst í flokki og hún sendi einhver vel valin skilaboð niður á RÚV og fleiri. Þetta var náttúrlega hálf skammarlegt að „cutta“ á útsendingu í svona spennandi leik og komið í vítaspyrnukeppni. Eftir það fannst mér meira tekið eftir kvennaknattspyrnu og þetta var ótrúlega góð auglýsing fyrir kvennaknattspyrnu,“ sagði Margrét Lára. Klippa: Sportið í kvöld - Margrét Lára um bikarúrslitin 2006 Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Íslenski boltinn Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Handbolti Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Enski boltinn Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Sjá meira