Deila um neyðarlán og skuldir ESB-ríkja Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2020 10:20 Fjármálaráðherra ESB funduðu í 16 klukkustundir án niðurstöðu. EPA/STEPHANIE LECOCQ Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. Þeir komust þó ekki að samkomulagi vegna deilna um skilyrði og formaður ráðherraráðsins, sem kallast evruhópurinn, frestaði frekari viðræðum fram á fimmtudag. Fundurinn hafði staðið yfir í sextán tíma þegar honum var frestað. Samkvæmt heimildum Reuters komu deilur á milli ráðherra Ítalíu og Hollands í veg fyrir að samkomulag náðist. Til stóð að ná samkomulagi um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja. Deilurnar sneru þó um skilmála neyðarlána og það að sameina skuldir með útgáfu sérstakra skuldabréfa, samkvæmt frétt Politico. Til stóð að samþykkja þrjár aðgerðir. Ein sneri að því að aðstoða fyrirtæki með því að hið opinbera greiddi hluta launa fólks. Önnur sneri að því að stofna 200 milljarða evra sjóð sem fyrirtæki í ESB gætu leitað til varðandi ódýr lán. Þriðja aðgerðin varðaði sjóð sem aðildarríki gætu leitað til varðandi ódýr lán. Allir fjármálaráðherra ESB hefðu þurft að samþykkja aðgerðirnar en það tókst ekki. Embættismenn frá Ítalíu vildu létta á eða fella niður ýmis skilyrði sem fylgja áðurnefndum lánum til ríkja. Ítalir vildu einnig gefa út sérstök skuldabréf og þar með sameina skuldir ríkja. Hollendingar og Þjóðverjar eru alfarið mótfallnir því og óttast að sitja eftir í súpunni ef skuldsett ríki ESB lenda í frekari vandræðum. Deilur um sameiningu skulda hafa verið áberandi á milli suðrænna ESB-ríkja eins og Spánar og Ítalíu annars vegar og norrænna ríkja eins og Hollands og Þýskalands hins vegar, frá evrukrísunni svokölluðu í upphafi síðasta áratugar. Evrópusambandið Ítalía Holland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins funduðu í allan gærdag og í nótt um björgunarpakka fyrir verst stöddu ríki sambandsins. Þeir komust þó ekki að samkomulagi vegna deilna um skilyrði og formaður ráðherraráðsins, sem kallast evruhópurinn, frestaði frekari viðræðum fram á fimmtudag. Fundurinn hafði staðið yfir í sextán tíma þegar honum var frestað. Samkvæmt heimildum Reuters komu deilur á milli ráðherra Ítalíu og Hollands í veg fyrir að samkomulag náðist. Til stóð að ná samkomulagi um neyðarlán til ríkisstjórna og fyrirtækja. Deilurnar sneru þó um skilmála neyðarlána og það að sameina skuldir með útgáfu sérstakra skuldabréfa, samkvæmt frétt Politico. Til stóð að samþykkja þrjár aðgerðir. Ein sneri að því að aðstoða fyrirtæki með því að hið opinbera greiddi hluta launa fólks. Önnur sneri að því að stofna 200 milljarða evra sjóð sem fyrirtæki í ESB gætu leitað til varðandi ódýr lán. Þriðja aðgerðin varðaði sjóð sem aðildarríki gætu leitað til varðandi ódýr lán. Allir fjármálaráðherra ESB hefðu þurft að samþykkja aðgerðirnar en það tókst ekki. Embættismenn frá Ítalíu vildu létta á eða fella niður ýmis skilyrði sem fylgja áðurnefndum lánum til ríkja. Ítalir vildu einnig gefa út sérstök skuldabréf og þar með sameina skuldir ríkja. Hollendingar og Þjóðverjar eru alfarið mótfallnir því og óttast að sitja eftir í súpunni ef skuldsett ríki ESB lenda í frekari vandræðum. Deilur um sameiningu skulda hafa verið áberandi á milli suðrænna ESB-ríkja eins og Spánar og Ítalíu annars vegar og norrænna ríkja eins og Hollands og Þýskalands hins vegar, frá evrukrísunni svokölluðu í upphafi síðasta áratugar.
Evrópusambandið Ítalía Holland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Telja íslenskuna geta horfið á einni kynslóð Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Fleiri fréttir Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Sjá meira