Innslög Kára Kristjáns Kristjánssonar úr bílskúrnum heima í Vestmannaeyjum hafa vakið mikla athygli í Sportinu í dag. Þriðja innslagið var sýnt í þætti dagsins þar sem hann svaraði ýmsum spurningum.
Kári Kristján fjallaði um ógæfuna og fór meðal annars í gegnum þá leikmenn sem unnu aldrei stóra titla í bæði NBA og NFL-deildinni. Næst barst talið að krossinum sem hefur verið bak við Kára í síðustu innslögum.
Kári greindist með kórónuveiruna á dögunum og hefur verið í einangrun heima í Eyjum en hann hefur verið til viðtals og sent inn skemmtilega pistla í Sportið í dag. Bak við línutröllið hefur ákveðinn kross vakið athygli og Kári svaraði þeirri spurningu í þætti dagsins.
Þetta skemmtilega innslag má sjá hér að neðan.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.