Áfengi - ekki við hæfi barna Páll Jakob Líndal skrifar 9. apríl 2020 19:54 Fyrir barn í leik er sárt að horfa á að leikföngunum sé sparkað út um öll gólf, að sjá þau svífa fram af svölunum niður á steinsteypta stétt og mölbrotna, að þurfa að týna brotin og smáhlutina úr blómabeðum. Sjá kertastjaka, lampa, stóla, blómapotta í þúsund molum á gangstéttinni upp að húsinu í bland við sængur, púða, teppi og púða, þegar snúið er aftur úr heimsókn hjá vini. Búa við stanslausan ótta um að heimilislífið geti í einu vetfangi leyst upp í hringleikahús brjálæðis þar sem fólkið sem stendur manni næst, hnakkrífst og jafnvel kemur til handalögmála. Hurðarskellir, svívirðingar, hótanir, í bland við óskir um eilífa vist í helvíti. Horfa upp á þann sem á að vera stoð og stytta, fyrirmynd, kennari og leiðbeinandi, rænulítinn og út úr heiminum. Verða vitni af botnlausri eftirsjá, hlusta á loforð um bót og betrun, hlusta á aðra trúa á bót og betrun, trúa því sjálfur að þetta muni lagast ... vitandi að eftir 1, 2 eða 3 daga mun sama stjórnleysið taka við aftur, sama hringekjan. Myndirnar hrúgast inn þegar ég hugsa til æskuára minna ... fullkominn vanmáttur og stjórnlaus kvíði. Gjörsamlega óþolandi og yfirþyrmandi ástand. Allt heimilið leið fyrir áfengisneyslu eins fjölskyldumeðlims. Allir voru markaðir fyrir lífstíð. Og nú er dómsmálaráðherra að vinna hörðum höndum að því að auka aðgengi að áfengi. Að þessu sinni er það á forsendum atvinnufrelsis, á forsendum samkeppni ... og hvað fleira var búið að tína til? Við lifum nú á tímum Covid-19. Það eru settar hömlur á okkur. Frelsi okkar er skert. Af hverju? Jú, til að vernda okkur frá smiti en EKKI SÍÐUR til að VERNDA AÐRA frá því að við smitum þá. Það sama gildir um löggjöf varðandi áfengi. Henni er ætlað að vernda neytendur EN EKKI SÍÐUR að vernda þá sem liðið geta fyrir áfengisneyslu annarra, s.s. börn. Að þetta dæmalausa mál skuli enn einu sinni vera uppi á borðum er bara sorglegt. Þeir sem vinna að lýðheilsumálum og velferð barna mótmæla einum rómi. Ég mótmæli af öllu hjarta. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir barn í leik er sárt að horfa á að leikföngunum sé sparkað út um öll gólf, að sjá þau svífa fram af svölunum niður á steinsteypta stétt og mölbrotna, að þurfa að týna brotin og smáhlutina úr blómabeðum. Sjá kertastjaka, lampa, stóla, blómapotta í þúsund molum á gangstéttinni upp að húsinu í bland við sængur, púða, teppi og púða, þegar snúið er aftur úr heimsókn hjá vini. Búa við stanslausan ótta um að heimilislífið geti í einu vetfangi leyst upp í hringleikahús brjálæðis þar sem fólkið sem stendur manni næst, hnakkrífst og jafnvel kemur til handalögmála. Hurðarskellir, svívirðingar, hótanir, í bland við óskir um eilífa vist í helvíti. Horfa upp á þann sem á að vera stoð og stytta, fyrirmynd, kennari og leiðbeinandi, rænulítinn og út úr heiminum. Verða vitni af botnlausri eftirsjá, hlusta á loforð um bót og betrun, hlusta á aðra trúa á bót og betrun, trúa því sjálfur að þetta muni lagast ... vitandi að eftir 1, 2 eða 3 daga mun sama stjórnleysið taka við aftur, sama hringekjan. Myndirnar hrúgast inn þegar ég hugsa til æskuára minna ... fullkominn vanmáttur og stjórnlaus kvíði. Gjörsamlega óþolandi og yfirþyrmandi ástand. Allt heimilið leið fyrir áfengisneyslu eins fjölskyldumeðlims. Allir voru markaðir fyrir lífstíð. Og nú er dómsmálaráðherra að vinna hörðum höndum að því að auka aðgengi að áfengi. Að þessu sinni er það á forsendum atvinnufrelsis, á forsendum samkeppni ... og hvað fleira var búið að tína til? Við lifum nú á tímum Covid-19. Það eru settar hömlur á okkur. Frelsi okkar er skert. Af hverju? Jú, til að vernda okkur frá smiti en EKKI SÍÐUR til að VERNDA AÐRA frá því að við smitum þá. Það sama gildir um löggjöf varðandi áfengi. Henni er ætlað að vernda neytendur EN EKKI SÍÐUR að vernda þá sem liðið geta fyrir áfengisneyslu annarra, s.s. börn. Að þetta dæmalausa mál skuli enn einu sinni vera uppi á borðum er bara sorglegt. Þeir sem vinna að lýðheilsumálum og velferð barna mótmæla einum rómi. Ég mótmæli af öllu hjarta. Höfundur er doktor í umhverfissálfræði.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun