Tryggvi reyndi að semja við mótherja um að brjóta á sér svo að hann gæti bætt markametið Anton Ingi Leifsson skrifar 10. apríl 2020 18:00 Tryggvi kom víða við í gær. vísir/skjáskot Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Sjá meira
Markavélin Tryggvi Guðmundsson segir að hann hafi reynt að semja við varnarmenn Leifturs að brjóta á sér í síðasta leik tímabilsins 1997 svo að hann gæti bætt markametið í efstu deild. Tryggvi á markametið yfir flest mörk skoruð í efstu deild á einu tímabili ásamt þeim Þórði Guðjónssyni, Pétri Péturssyni, Guðmundi Torfasyni og Andra Rúnari Bjarnasyni en allir gerðu þeir 19 mörk. Tryggvi var með fimmtán mörk fyrir leik gegn Keflavík þar sem hann fór á kostum en Tryggvi fór yfir þetta í Sportið í kvöld sem var sýnt í gærkvöldi. „Ég er bara með fimmtán mörk fyrir næst síðasta leikinn gegn Keflavík. Í sjálfu sér var ég ekki að hugsa um neitt markamet fyrr en ég er kominn með mark númer tvö og þrjú og ég held að ég hafi ekki gefið boltann það sem eftir lifði leiks til að ná í fjórða markið,“ sagði Tryggvi. „Svo förum við norður og spiluðum við Leiftur, oft kallað keyptur. Við þurfum að hvíla lykilmenn útaf síðari bikarúrslitaleiknum. Menn voru tæpir á spjöldum eins og Hlynur Stefánsson og Sigurvin Ólafsson sem voru lykilmenn í þessu liði.“ Tryggvi segir að hann hafi reynt allt sem hann gat til þess að bæta markametið og hann gekk það langt að hann reyndi að semja við leikmenn Leifturs. „Við áttum ekkert breik í þá og töpuðum þeim leik að mig minnir 3-1. Ég náði að skora og jafna metið. Það var eitthvað eftir af leiknum og ég byrjaði að semja við fyrrum félaga minn hjá KR, Daða Dervic, sem var þá fyrir norðan, að kippa mér niður svo ég fengi víti.“ „Hann sagði já ekkert mál og ég var alltaf utan í honum en hann gerði ekki neitt. Ég fékk ekki vítaspyrnuna,“ sagði Tryggvi og brosti. Klippa: Sportið í kvöld - Tryggvi um markametið Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Mest lesið Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Meistaradeildinni Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Fleiri fréttir Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Sjá meira