Skemmtiþátturinn Svara bara fer í loftið klukkan 21 í kvöld hér á Vísi og á sjónvarpstöðinni Stöð 2 Vísir á kerfum Vodafone og Símans.
Áhorfendum gefst kostur á að taka þátt með því að hringja inn í símanúmerið 550-1405 og svara spurningum þáttarins. Þáttastjórnendurnir Pétur Finnbogason og Hörður Bjarkason lofa heljarinnar veislu en þeir verða vopnaðir hinum ýmsu hljóðfærum og ætla að vera í miklu gjafastuði.
Meðal vinninga verða pakkar frá Stöð 2 Maraþon, Cintamani, Matstöðinni, NOCCO, Íslensku Flatbökunni, Sætum Syndum, Deig og fjölskylduspilinu Lortur í Lauginni.
Þáttastjórnendur hvetja einnig alla landsmenn til þess að fylgjast með á nýrri Facebook-síðu þáttarins Svara Bara þar sem heppnir fylgjendur síðunnar gætu unnið verðlaun.