Halda leitinni að Söndru Líf áfram í dag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2020 09:49 Um 170 manns tóku þátt í leit gærdagsins. Vísir/Bjarni Leit lögreglu og björgunarsveita að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Sandra Líf er 27 ára gömul og er síðast vitað um ferðir hennar á skírdag. Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, en bíll Söndru fannst á Álftanesi og því beindist leitin að því svæði í gær. Ásgeir segir að svo verði áfram. Ströndin á Álftanesi verði leituð alveg út að Suðurnesjum. Meiri kraftur færist síðan í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Hann segir ekki liggja fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leit dagsins. Búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg auk þess sem kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni taki þátt í leitinni. Sandra var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar síðast sást til hennar. Þá var hún með síma og tösku meðferðis. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður komin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Hér að neðan er Facebook-færsla sem Olga María, frænka Söndru Lífar, birti á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi færslunni er myndband af því þegar síðast sást til Söndru. Sandra Lif Long frænka mín hefur ekki látið heyra í sér í nuna 31 klukkutima og erum við fjölskyldan orðin verulega...Posted by Olga María Þórhallsdóttir Long on Friday, 10 April 2020 Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Leit lögreglu og björgunarsveita að Söndru Líf Þórarinsdóttur Long hófst að nýju klukkan sex í morgun. Þetta staðfesti Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Sandra Líf er 27 ára gömul og er síðast vitað um ferðir hennar á skírdag. Sandra er til heimilis í Hafnarfirði og hefur til umráða ljósgráan Ford Focus, en bíll Söndru fannst á Álftanesi og því beindist leitin að því svæði í gær. Ásgeir segir að svo verði áfram. Ströndin á Álftanesi verði leituð alveg út að Suðurnesjum. Meiri kraftur færist síðan í leit uppi á landi þegar tekur að falla frá, um klukkan þrjú eftir hádegi í dag. Hann segir ekki liggja fyrir hversu margir komi til með að taka þátt í leit dagsins. Búið sé að boða út hópa frá Landsbjörg auk þess sem kafarar frá Ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunni taki þátt í leitinni. Sandra var klædd í svartar buxur, svartan leðurjakka og hvíta strigaskó þegar síðast sást til hennar. Þá var hún með síma og tösku meðferðis. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Söndru, eða vita hvar hún er niður komin, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112. Hér að neðan er Facebook-færsla sem Olga María, frænka Söndru Lífar, birti á Facebook síðu sinni. Meðfylgjandi færslunni er myndband af því þegar síðast sást til Söndru. Sandra Lif Long frænka mín hefur ekki látið heyra í sér í nuna 31 klukkutima og erum við fjölskyldan orðin verulega...Posted by Olga María Þórhallsdóttir Long on Friday, 10 April 2020
Lögreglumál Björgunarsveitir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Lalli Johns er látinn Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira