40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. apríl 2020 12:32 Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Vísir/Baldur Hrafnkell 40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“ Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
40% stúdenta við Háskóla Íslands eru ekki komnir með vinnu í sumar samkvæmt könnun Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þá segjast um 11% ekki telja sig geta mætt útgjöldum næstu mánaðamót og tæp 20% óttast að missa húsnæði sitt. Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. Þetta er meðal niðurstaðna tveggja kannana sem Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur á síðustu vikum sent út til allra stúdenta HÍ og tóku yfir þúsund stúdentar þátt í hvorri könnun. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar um mikla vanlíðan og töluvert atvinnuleysi meðal stúdenta í sumar. „Stúdentar eru ekki að geta nýtt sér nein úrræði stjórnvalda sem hafa komið fram með fjárhagslegri aðstoð. Hlutabótaleiðin er ekki að gagnast mörgum og þeir eru að missa vinnuna og svo eru 40% stúdenta líka ekki komnir með vinnu í sumar en eru ennþá að leita að vinnu. Þannig að þetta sýnir í rauninni bara frekar erfitt ástand, fjárhagslega og á vinnumarkaði, fyrir stúdenta eins og okkur grunaði,“ segir Jóna Þórey. Stúdentaráð hefur sett fram nokkrar kröfur til hins opinbera til að mæta þessari erfiðu stöðu sem blasi við stúdentum. „Stúdentar þurfa náttúrlega réttindi til atvinnuleysisbóta til að grípa þá af því að þeir hafa ekki þann rétt núna í sumar og við erum líka með alls konar aðrar útfærslur og hugmyndir til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta atvinnuleysi sem að virðist stefna í meðal stúdenta,“ segir Jóna Þórey. Gera ýmsar tillögur Kröfur og tillögur stúdenta beinast bæði að ríki og sveitarfélögum. „Bæði kannski að sveitarfélög og ríki ráðist í sameiginlegt átak um fjölgun þekkingardrifinna sumarstarfa, ríkisstofnanir geti sótt um sérstakt fjármagn til ráðninga á sumarnemum þannig að mótframlag ríkisins komi til í gegnum Vinnumálastofnun, nemendum bjóðist styrkur eða laun fyrir að vinna að eigin nýsköpunarverkefnum, við viljum að húsaleigubætur verði hækkaðar tímabundið,“ nefnir Jóna Þórey sem dæmi. Þá leggur Stúdentaráð áherslu á að fjármagn til Háskólans verði tryggt. Hún segir ákvörðun stjórnvalda um aukið fjármagn til Nýsköpunarsjóðs námsmanna vera jákvætt skref, en meira þurfi til. „Þessar auka hundrað milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna munu grípa um það bil 110 manns sem að er bara mjög lítill hluti. En það er auðvitað jákvætt að sjá að þarna var vilji alla veganna sýndur að einhverju leyti í verki en þetta var ekki næstum því þær aðgerðir sem að við erum að biðja um eða það öryggi sem að við erum í rauninni að biðja um að stúdentum verði veitt,“ segir Jóna Þórey. „Það verður best gert með því að tryggja þeim rétt til atvinnuleysisbóta, ég held að það sé alveg á hreinu.“
Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira