Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Kjartan Kjartansson skrifar 14. apríl 2020 22:59 Trump tilkynnti um stöðvun fjárveitinga til WHO á blaðamannafundi í Rósagarði Hvíta hússins í dag. Vísir/EPA Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé, að minnsta kosti tímabundið, vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. Staðhæfði Trump að WHO hefði brugðist grundvallarskyldu sinni vegna faraldursins og að gera þyrfti hana ábyrga fyrir því. Sakaði hann stofnunina um að hafa deilt „upplýsingafalsi“ Kína um veiruna sem hefði líklega leitt til frekari útbreiðslu hennar um heiminn en ella. Bandaríkjastjórn sé að rannsaka þátt WHO í því sem Trump sagði „verulega óstjórn og að hylma yfir útbreiðslu kórónuveirunnar“. Alríkisstjórn Trump sjálfs hafði upplýsingar um faraldurinn sem braust fyrst út í Kína þegar í byrjun janúar. Trump hefur hreykt sér af því að hafa takmarkað ferðalög frá Kína snemma til þess að reyna að koma í veg fyrir að smit bærist til Bandaríkjanna. Trump hefur aftur og aftur sakað WHO um að hafa mótmælt ferðatakmörkunum á Kína. Stofnunin lýsti hins vegar aðeins að slíkar takmarkanir gætu reynst gagnslitlar á sínum tíma og að hún mælti ekki með þeim. Trump hefur eignað sér heiður af því að hafa bjargað þúsundum mannslífa með ferðatakmörkunum. Stjórn hans hefur þó sætt gagnrýni fyrir að aðhafast lítið sem ekkert til að undirbúa sig fyrir mögulega farsótt í Bandaríkjunum eftir að ferðatakmörkunum á Kína var komið á. Þannig var ekki ráðist í umfangsmiklar skimanir fyrir veirunni og alríkisstjórnin trassaði að viða að sér nauðsynlegum búnaði sem fyrirséð var að yrði þörf á eins og öndunarvélum og hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk. WHO hafði engu að síður ráðlagt ríkjum að undirbúa sig fyrir skimun, einangrun og smitrakningu þegar 23. janúar. Trump hefur sjálfur endurtekið lofað viðbrögð stjórnvalda í Bejing við faraldrinum. Í dag sakaði hann WHO aftur á móti um að hafa „vísvitandi samþykkt loforð Kína“ og „varið aðgerðir Kínastjórnar og jafnvel lofað svokallað gegnsæi hennar“. „Kína hefur lagt hart að sér til að halda kórónuveirunni í skefjum. Bandaríkin eru afar þakklát aðgerðum þeirra og gegnsæi. Þetta mun allt fara vel. Sérstaklega vil ég fyrir hönd Bandaríkjanna þakka Xi [Jinping] forseta!“ sagði Trump í tísti 24. janúar. Hann tísti nokkrum sinnum lofi um Xi Kínaforseta vegna faraldursins í janúar og febrúar. China has been working very hard to contain the Coronavirus. The United States greatly appreciates their efforts and transparency. It will all work out well. In particular, on behalf of the American People, I want to thank President Xi!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 24, 2020 Trump var spurður út í hans eigin lof á Kína vegna faraldursins á blaðamannafundinum í kvöld og neitaði því að hafa nokkru sinni gert það. „Ég tala ekki um gegnsæi Kína,“ sagði Trump. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00