Netþrjótar segjast hafa gómað fólk við klámáhorf Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 10:08 Unsplash/Philipp Katzenberger Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkuð af tilkynningum um að fólk hafi fengið ógnandi og grófa pósta þar sem reynt sé að kúga fé úr fólki. Sá sem póstana sendir þykist hafa brotið sér leið inn í tölvur viðtakanda og að hann hafi náð myndefni af þeim að skoða klámsíður. Þeir sem póstana senda krefjast þess að fá greiðslu í Bitcoin eða annari rafmynt. Annars verði myndefnið birt á netinu. Það sem gerir þessa pósta sérstaklega ógnandi er að þrjótarnir segjast hafa leyniorð viðkomandi. Póstinum fylgir oft lykilorð sem fólkið sem fær póstinn hefur notað. Lögreglan ítrekar þó að hótunin sé innantóm. Enginn hafi tekið yfir tölvu fólks. „Lykilorðið hafa þeir líklega fengið af því þeir hafa komist inn á vefsíðu sem viðkomandi hefur einhvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð-netfang-notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýtar í slíkum pósti til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir þó að sé enn verið að nota viðkomandi lykilorð sé gott að breyta því. Þá eigi ekki að senda peninga til þeirra sem senda póstana. Lesendur geta séð hvort netföng þeirra eða lykilorð hafi lekið með því að fletta upp netföngum þeirra á síðunni Have I Been Pwned? Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið nokkuð af tilkynningum um að fólk hafi fengið ógnandi og grófa pósta þar sem reynt sé að kúga fé úr fólki. Sá sem póstana sendir þykist hafa brotið sér leið inn í tölvur viðtakanda og að hann hafi náð myndefni af þeim að skoða klámsíður. Þeir sem póstana senda krefjast þess að fá greiðslu í Bitcoin eða annari rafmynt. Annars verði myndefnið birt á netinu. Það sem gerir þessa pósta sérstaklega ógnandi er að þrjótarnir segjast hafa leyniorð viðkomandi. Póstinum fylgir oft lykilorð sem fólkið sem fær póstinn hefur notað. Lögreglan ítrekar þó að hótunin sé innantóm. Enginn hafi tekið yfir tölvu fólks. „Lykilorðið hafa þeir líklega fengið af því þeir hafa komist inn á vefsíðu sem viðkomandi hefur einhvern tíma skráð sig á og þar fá þeir lykilorð-netfang-notandanafn. Þessar upplýsingar eru síðan nýtar í slíkum pósti til að skapa hræðslu og óhug í þeirri von svindlaranna að fólk bregðist hrætt við og sendi peninga. Það getur verið mjög óþægilegt að fá slíkan póst og valdið uppnámi hjá fólki, enda er pósturinn sniðinn að því að hafa þau hughrif,“ segir í færslu á Facebooksíðu lögreglunnar. Þar segir þó að sé enn verið að nota viðkomandi lykilorð sé gott að breyta því. Þá eigi ekki að senda peninga til þeirra sem senda póstana. Lesendur geta séð hvort netföng þeirra eða lykilorð hafi lekið með því að fletta upp netföngum þeirra á síðunni Have I Been Pwned?
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Fleiri fréttir Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Sjá meira