Merkja Trump ávísanir vegna faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2020 14:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur gert skattinum að prenta nafn Donald Trump, forseta, á þær ávísanir sem sendar verða á almenning í Bandaríkjunum vegna efnahagsaðgerða yfirvalda sökum faraldurs nýju kórónuveirunnar. Skipunin þykir einstök þar sem slíkt hefur aldrei verið gert áður og skatturinn á ekki að vera pólitísk stofnun. Þar að auki gæti skipunin dregið afhendingu ávísananna, samkvæmt sérfræðingum en Hvíta húsið segir að svo ætti ekki að vera. Skipunin var gefin út á mánudagskvöldið og kynnt starfsmönnum skattsins í gærmorgun en ríkið er að fara að senda út 1.200 dala ávísanir á tugi milljóna Bandaríkjamanna á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Washington Post hefur Trump lagt til að hann fái að kvitta undir ávísanirnar. Það hefur þó ekki gengið eftir þar sem forsetinn má ekki skrifa undir slík fjárútlát úr ríkissjóði. Óháðir embættismenn skrifa undir slíkt, til að tryggja að greiðslurnar séu ekki af pólitískum toga. Þess í stað verður nafn Trump prentað á annan stað á ávísununum. Þær verða svo sendar á Bandaríkjamenn sem hafa ekki veitt ríkinu upplýsingar um bankareikninga þeirra. Bush merkti ekki ávísanir Talskona Hvíta hússins sagði að ferlið væri á áætlun og það hafi í raun gengið hraðar fyrir sig en það gerði þegar yfirvöld Bandaríkjanna í stjórnartíð George W. Bush árið 2008 sendu sambærilegar ávísanir út. Þær ávísanir voru ekki merktar Bush og ekki heldur ávísanir sem ríkisstjórn hans sendi út árið 2001. Efnahagsaðgerðirnar voru samþykktar af þingmönnum beggja flokka, eftir langar viðræður. Trump hefur ítrekað sagt aðgerðirnar vera á vegum ríkisstjórnar hans. Gagnrýnendur forsetans segja hann vera að nota aðgerðirnar í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Hann sé að draga anga yfirvalda sem eigi ekki að koma nálægt pólitík, inn í pólitík. Eftir að Richard Nixon, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, beitti skattinum í eigin þágu og lét starfsmenn stofnunarinnar endurskoða marga af pólitískum andstæðingum hans, samþykkti þingið lög til að tryggja að stofnunin yrði ekki notuð í pólitískum tilgangi.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira