Fimm útgerðir falla frá málsókn um skaðabætur Kjartan Kjartansson skrifar 15. apríl 2020 18:13 Loðnuvinnslan var á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem áttu aðild að málsókninni. Vísir/Vilhelm Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. Í tilkynningu frá félögunum fimm vísa þau í áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins á ríkissjóð og íslenskt samfélag um ákvörðun sína um að falla frá málsókninni. „Víðtæk samstaða og baráttuhugur hafa einkennt samfélagið síðustu vikur og mánuði. Nú verða allir að leggja lóð á vogarskálar. Af þessum sökum hafa undirrituð fimm sjávarútvegsfyrirtæki tekið þá ákvörðun að falla frá kröfum á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda í makríl,“ segir í tilkynningunni. Huginn ehf. og Vinnslustöðin hf. eiga enn aðild að málsókninni á hendur ríkisins þar sem útgerðirnar kráfust 10,2 milljarða króna bóta. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að málið verði rætt á stjórnarfundi fyrirtækisins á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig í samtali við Vísi. Ekki náðist strax í Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra Hugins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skoraði á útgerðirnar að draga kröfur sínar til baka á Alþingi í gær. Segja fjártjónið ekki aðalatriði í málinu Bótakrafa útgerðanna kom fram í kjölfar tveggja Hæstaréttardóma í desember 2018 þar sem bótaskylda ríkisins var viðurkennd vegna fjártjóns sem Ísfélagið og Huginn ehf. töldu sig hafa orðið fyrir með því að fiskiskip þeirra hefðu á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl árin 2011 til 2014 en skylt hafi verið samkvæmt lögum. Sjö útgerðarfélög höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna rangrar úthlutunar makrílkvóta frá 2011 til 2018. Kröfðust þau 10,2 milljarða króna úr ríkissjóði. Í tilkynningu útgerðanna fimm í dag segir þó að enn hafi ekki dæmt um hvert fjárhagslegt tjón þeirra var og hafna þær því að það hafi verið grundvallarþáttur í málinu. „Það sem mest er um vert, er að settum lögum sé fylgt og ábyrgð fylgi því þegar út af bregður. Það á við um fyrirtæki, einstaklinga og stjórnvöld. Þetta er einn grundvallarþáttur réttarríkis,“ segja félögin fimm. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59 Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Fjármálaráðherra segir að reikningurinn verði ekki sendur á skattgreiðendur fari svo að útgerðin vinni málið á hendur ríkinu. 14. apríl 2020 15:17 Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækin Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes hafa ákveðið að falla frá málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna meints fjártjóns við úthlutum aflaheimilda í makríl fyrr á þessum áratugi. Í tilkynningu frá félögunum fimm vísa þau í áhrif kórónuveiruheimsfaraldursins á ríkissjóð og íslenskt samfélag um ákvörðun sína um að falla frá málsókninni. „Víðtæk samstaða og baráttuhugur hafa einkennt samfélagið síðustu vikur og mánuði. Nú verða allir að leggja lóð á vogarskálar. Af þessum sökum hafa undirrituð fimm sjávarútvegsfyrirtæki tekið þá ákvörðun að falla frá kröfum á hendur íslenska ríkinu vegna ágreinings um úthlutun aflaheimilda í makríl,“ segir í tilkynningunni. Huginn ehf. og Vinnslustöðin hf. eiga enn aðild að málsókninni á hendur ríkisins þar sem útgerðirnar kráfust 10,2 milljarða króna bóta. Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði að málið verði rætt á stjórnarfundi fyrirtækisins á morgun en vildi að öðru leyti ekki tjá sig í samtali við Vísi. Ekki náðist strax í Pál Guðmundsson, framkvæmdastjóra Hugins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, skoraði á útgerðirnar að draga kröfur sínar til baka á Alþingi í gær. Segja fjártjónið ekki aðalatriði í málinu Bótakrafa útgerðanna kom fram í kjölfar tveggja Hæstaréttardóma í desember 2018 þar sem bótaskylda ríkisins var viðurkennd vegna fjártjóns sem Ísfélagið og Huginn ehf. töldu sig hafa orðið fyrir með því að fiskiskip þeirra hefðu á grundvelli reglugerða verið úthlutað minni aflaheimildum í makríl árin 2011 til 2014 en skylt hafi verið samkvæmt lögum. Sjö útgerðarfélög höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu til heimtu skaðabóta vegna tjóns sem þau töldu sig hafa orðið fyrir vegna rangrar úthlutunar makrílkvóta frá 2011 til 2018. Kröfðust þau 10,2 milljarða króna úr ríkissjóði. Í tilkynningu útgerðanna fimm í dag segir þó að enn hafi ekki dæmt um hvert fjárhagslegt tjón þeirra var og hafna þær því að það hafi verið grundvallarþáttur í málinu. „Það sem mest er um vert, er að settum lögum sé fylgt og ábyrgð fylgi því þegar út af bregður. Það á við um fyrirtæki, einstaklinga og stjórnvöld. Þetta er einn grundvallarþáttur réttarríkis,“ segja félögin fimm. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59 Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Fjármálaráðherra segir að reikningurinn verði ekki sendur á skattgreiðendur fari svo að útgerðin vinni málið á hendur ríkinu. 14. apríl 2020 15:17 Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20 Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02 Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Útgerðin fái reikninginn ekki skattgreiðendur Það var ýmislegt athyglisvert sem fór fram á Alþingi í dag þótt einungis tvö mál hafi verið á dagskrá. 14. apríl 2020 19:59
Bjarni segir að útgerðin sjálf muni borga reikninginn vegna makrílmálsins Fjármálaráðherra segir að reikningurinn verði ekki sendur á skattgreiðendur fari svo að útgerðin vinni málið á hendur ríkinu. 14. apríl 2020 15:17
Katrín setur hornin í útgerðina vegna makrílsins Forsætisráðherra telur að útgerðin eigi að draga makrílkröfu sína til baka. 14. apríl 2020 14:20
Segir hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðunum Formaður Viðreisnar segir að hljóð og mynd ekki fara saman hjá útgerðarfélögum í landinu þar sem þau krefjast hárra skaðabóta vegna ólöglegrar úthlutunar á heimildum til makrílveiða á sama tíma og þær kvarta yfir háum veiðigjöldum. 14. apríl 2020 12:02
Segir kröfur útgerðarfélaga forkastanlegar og dæmi um „fáránlega græðgi“ Sjö útgerðir hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna ólögmætrar úthlutunar á heimildum til veiða á makríl. Útgerðirnar hafa samanlagt krafist 10,2 milljarða króna og hafa þær vísað í skaðabótaskyldu ríkisins eftir að dómur féll í Hæstarétti árið 2018 um lögmæti úthlutunarinnar. 12. apríl 2020 14:41