Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Kristján Már Unnarsson skrifar 15. apríl 2020 21:18 Frá Reykjanesbraut við Straumsvík. Framundan er að tvöfalda vegarkaflann milli Hvassahrauns og Krýsuvíkurgatnamóta í Hafnarfirði. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Vegagerðin býður þessa dagana út hvert verkið á fætur öðru í samræmi við ályktun Alþingis um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem samþykkt var í lok marsmánaðar. „Það eru náttúrlega að fara af stað tvö verk hér rétt í kringum höfuðborgarsvæðið, sem eru við Mosfellsbæ, það sem við köllum Skarhólabraut-Langitangi, og svo eru að fara af stað úrbætur á veginum fyrir neðan Hádegismóana,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri Vegamálastjóri leggur áherslu á að það sé ekki aðeins verið að flýta verktakavinnu heldur einnig hönnunarvinnu á verkfræðistofum. „Við erum náttúrlega líka að horfa til þess, af því að það er sérstaklega verið að horfa til innspýtingar í atvinnulífið, að það sé þá líka til tæknifólks á hönnunarhliðinni. Þannig að það sé ekki bara hjá verktökum. Það er verið að horfa á þetta mjög vítt og breitt.“ Eitt stærsta verkið á flýtilista Alþingis er breikkun Reykjanesbrautar á kaflanum milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. En hvenær verður hægt að hefja það verk? „Við sjáum fram á það að bjóða fljótlega út hönnun og umhverfismat. Við sjáum ekki fyrir okkur að framkvæmdir fari af stað fyrr en kannski 2021 í árslok eða í byrjun árs 2022. En það er einfaldlega vegna þess að það er bara vinna framundan við það verk, undirbúningsvinna,“ segir Bergþóra. Hraunið við Straum má telja fagurt og landslag þar viðkvæmt gagnvart raski. Áform vegamálastjóra um að vera kominn þar af stað með framkvæmdir eftir tvö ár eru þannig háð því að enginn gerist sérlegur vinur hraunsins eða verndari landsins og nýti sér kæruleiðir til hins ítrasta. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51 Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ í fjórar akreinar, milli Skarhólabrautar og Langatanga, skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember næstkomandi, samkvæmt útboðsauglýsingu Vegagerðarinnar, sem birt var í gær. 9. apríl 2020 16:51
Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Þetta er fyrsta stóra verkið sem Vegagerðin býður út á lista þingsályktunar um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak, sem Alþingi samþykkti á mánudag 2. apríl 2020 08:57
Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15
Reykjanesbraut og Biskupsbeygja meðal þess sem flýta á í vegagerð Breikkun Reykjanesbrautar á ólokna kaflanum framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns er meðal þeirra verkefna í vegagerð sem fá flýtifé, samkvæmt tillögu ríkisstjórnarinnar. 26. mars 2020 15:16