Velunnarar Selfoss söfnuðu fyrir Guðmundi Hólmari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 15:31 Guðmundur Hólmar er á heimleið eftir fjögur ár í atvinnumennsku. vísir/getty Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er á leið til Íslandsmeistara Selfoss frá austurríska liðinu West Wien. Þetta kom fram í Sportinu í dag. Þar greindi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, frá því að velunnarar handboltans á Selfossi hefðu hjálpað til við að landa Guðmundi. „Okkar velunnarar og stuðningsmenn hafa horft á stöðuna hjá okkur. Þeir vita að við þurfum að styrkja liðið því við erum að missa besta leikmann deildarinnar. Hópur einstaklinga og lítilla fyrirtækja komu mjög sterk inn og styrktu okkur í þessu,“ sagði Þórir en sem kunnugt er missir Selfoss Hauk Þrastarson til Kielce í sumar. Það skarð þurfti því að fylla. „Þessir aðilar sem hér um ræðir brugðust mjög snöggt við, komu að máli við okkur og vildu styrkja okkur. Þeir gerðu þetta mögulegt og við eigum þeim skuld að gjalda.“ Þórir segir að Selfoss muni áfram byggja á uppöldum strákum. Hann útilokar þó ekki að Selfyssingar muni bæta við sig leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Hjálpuðu til við að landa Guðmundi Hólmari Guðmundur hóf ferilinn með Akureyri en gekk í raðir Vals 2013. Hann varð bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu 2016. Eftir það tímabil fór hann til Cesson-Rennes í Frakklandi þar sem hann lék um tveggja ára skeið. Guðmundur var svo tvö ár hjá West Wien. Guðmundur, sem er 27 ára, lék með íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2017. Hann hefur leikið 25 landsleiki. Halldór Sigfússon tekur við Selfossi í sumar og er nú búinn að fá sinn fyrsta leikmann. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild karla Sportið í dag Árborg UMF Selfoss Tengdar fréttir Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Handboltamaðurinn Guðmundur Hólmar Helgason er á leið til Íslandsmeistara Selfoss frá austurríska liðinu West Wien. Þetta kom fram í Sportinu í dag. Þar greindi Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss, frá því að velunnarar handboltans á Selfossi hefðu hjálpað til við að landa Guðmundi. „Okkar velunnarar og stuðningsmenn hafa horft á stöðuna hjá okkur. Þeir vita að við þurfum að styrkja liðið því við erum að missa besta leikmann deildarinnar. Hópur einstaklinga og lítilla fyrirtækja komu mjög sterk inn og styrktu okkur í þessu,“ sagði Þórir en sem kunnugt er missir Selfoss Hauk Þrastarson til Kielce í sumar. Það skarð þurfti því að fylla. „Þessir aðilar sem hér um ræðir brugðust mjög snöggt við, komu að máli við okkur og vildu styrkja okkur. Þeir gerðu þetta mögulegt og við eigum þeim skuld að gjalda.“ Þórir segir að Selfoss muni áfram byggja á uppöldum strákum. Hann útilokar þó ekki að Selfyssingar muni bæta við sig leikmönnum. Klippa: Sportið í dag - Hjálpuðu til við að landa Guðmundi Hólmari Guðmundur hóf ferilinn með Akureyri en gekk í raðir Vals 2013. Hann varð bikarmeistari með Hlíðarendaliðinu 2016. Eftir það tímabil fór hann til Cesson-Rennes í Frakklandi þar sem hann lék um tveggja ára skeið. Guðmundur var svo tvö ár hjá West Wien. Guðmundur, sem er 27 ára, lék með íslenska landsliðinu á EM 2016 og HM 2017. Hann hefur leikið 25 landsleiki. Halldór Sigfússon tekur við Selfossi í sumar og er nú búinn að fá sinn fyrsta leikmann. Selfyssingar voru í 5. sæti Olís-deildarinnar þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild karla Sportið í dag Árborg UMF Selfoss Tengdar fréttir Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00 Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV Sport Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Fótbolti Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Fleiri fréttir „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Sjá meira
Tímabilið í Austurríki flautað af og Guðmundur Hólmar líklega á heimleið Keppni í austurríska handboltanum hefur verið hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Guðmundur Hólmar Helgason hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir WestWien. Hann segir líklegra en ekki að hann leiki í Olís-deildinni á næsta tímabili. 1. apríl 2020 14:00