Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 20:23 Enginn getur lengur staðið í vegi Mohammed bin Salman. AP/Pavel Golovkin Þrír prinsar konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu sem hafa verið hadnteknir eru sakaðir um að hafa skipulagt valdarán þar í landi. Þeir hafi meðal annars leitað til Bandaríkjanna og annarra og leitað stuðnings. Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. Um er að ræða þá Ahmed bin Abdulaziz, yngri og eini bróður konungs ríkisins, Mohammed bin Nayef, fyrrverandi krónprins og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Nawaf bin Nayef, yngri bróður hans. Mohammed bin Salman (MbS), núverandi krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi ríkisins, hefur lagt mikið kapp á að tryggja stöðu sína frá því hann velti Mohammad bin Nayef úr sessi árið 2017. Seinna það ár lét hann handtaka fjölda meðlima konungsfjölskyldunnar fyrir spillingu og hélt þeim föngum um mánaða skeið á Ritz-Carlton hótelinu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Heimildarmenn Reuter fréttaveitunnar segja MbS nú vera kominn með tak á krúnunni. Nú geti enginn reynt að standa í vegi hans. Opinberlega hefur ekkert verið gefið út um fyrir hvað mennirnir voru handteknir eða hvar þeim sé haldið. Reuters segir þá þó hafa verið sakaða um landráð. Mohammed bin Salman var upprunalega hylltur víða um heim fyrir endurbætur í Sádi-Arabíu en það varði stutt. Síðan þá hafa ýmis hneykslismál varðandi hann litið dagsins ljóst og þá kannski sérstaklega morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem sagður er hafa verið pyntaður og myrtur að skipan MbS. Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira
Þrír prinsar konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu sem hafa verið hadnteknir eru sakaðir um að hafa skipulagt valdarán þar í landi. Þeir hafi meðal annars leitað til Bandaríkjanna og annarra og leitað stuðnings. Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. Um er að ræða þá Ahmed bin Abdulaziz, yngri og eini bróður konungs ríkisins, Mohammed bin Nayef, fyrrverandi krónprins og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Nawaf bin Nayef, yngri bróður hans. Mohammed bin Salman (MbS), núverandi krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi ríkisins, hefur lagt mikið kapp á að tryggja stöðu sína frá því hann velti Mohammad bin Nayef úr sessi árið 2017. Seinna það ár lét hann handtaka fjölda meðlima konungsfjölskyldunnar fyrir spillingu og hélt þeim föngum um mánaða skeið á Ritz-Carlton hótelinu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Heimildarmenn Reuter fréttaveitunnar segja MbS nú vera kominn með tak á krúnunni. Nú geti enginn reynt að standa í vegi hans. Opinberlega hefur ekkert verið gefið út um fyrir hvað mennirnir voru handteknir eða hvar þeim sé haldið. Reuters segir þá þó hafa verið sakaða um landráð. Mohammed bin Salman var upprunalega hylltur víða um heim fyrir endurbætur í Sádi-Arabíu en það varði stutt. Síðan þá hafa ýmis hneykslismál varðandi hann litið dagsins ljóst og þá kannski sérstaklega morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem sagður er hafa verið pyntaður og myrtur að skipan MbS.
Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Sjá meira