Handteknir prinsar sagðir hafa skipulagt valdarán Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2020 20:23 Enginn getur lengur staðið í vegi Mohammed bin Salman. AP/Pavel Golovkin Þrír prinsar konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu sem hafa verið hadnteknir eru sakaðir um að hafa skipulagt valdarán þar í landi. Þeir hafi meðal annars leitað til Bandaríkjanna og annarra og leitað stuðnings. Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. Um er að ræða þá Ahmed bin Abdulaziz, yngri og eini bróður konungs ríkisins, Mohammed bin Nayef, fyrrverandi krónprins og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Nawaf bin Nayef, yngri bróður hans. Mohammed bin Salman (MbS), núverandi krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi ríkisins, hefur lagt mikið kapp á að tryggja stöðu sína frá því hann velti Mohammad bin Nayef úr sessi árið 2017. Seinna það ár lét hann handtaka fjölda meðlima konungsfjölskyldunnar fyrir spillingu og hélt þeim föngum um mánaða skeið á Ritz-Carlton hótelinu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Heimildarmenn Reuter fréttaveitunnar segja MbS nú vera kominn með tak á krúnunni. Nú geti enginn reynt að standa í vegi hans. Opinberlega hefur ekkert verið gefið út um fyrir hvað mennirnir voru handteknir eða hvar þeim sé haldið. Reuters segir þá þó hafa verið sakaða um landráð. Mohammed bin Salman var upprunalega hylltur víða um heim fyrir endurbætur í Sádi-Arabíu en það varði stutt. Síðan þá hafa ýmis hneykslismál varðandi hann litið dagsins ljóst og þá kannski sérstaklega morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem sagður er hafa verið pyntaður og myrtur að skipan MbS. Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira
Þrír prinsar konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu sem hafa verið hadnteknir eru sakaðir um að hafa skipulagt valdarán þar í landi. Þeir hafi meðal annars leitað til Bandaríkjanna og annarra og leitað stuðnings. Líkur hafa þó verið leiddar að því að um valdatafl núverandi krónprins ríkisins sé að ræða. Um er að ræða þá Ahmed bin Abdulaziz, yngri og eini bróður konungs ríkisins, Mohammed bin Nayef, fyrrverandi krónprins og fyrrverandi innanríkisráðherra, og Nawaf bin Nayef, yngri bróður hans. Mohammed bin Salman (MbS), núverandi krónprins Sádi-Arabíu og raunverulegur stjórnandi ríkisins, hefur lagt mikið kapp á að tryggja stöðu sína frá því hann velti Mohammad bin Nayef úr sessi árið 2017. Seinna það ár lét hann handtaka fjölda meðlima konungsfjölskyldunnar fyrir spillingu og hélt þeim föngum um mánaða skeið á Ritz-Carlton hótelinu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu. Heimildarmenn Reuter fréttaveitunnar segja MbS nú vera kominn með tak á krúnunni. Nú geti enginn reynt að standa í vegi hans. Opinberlega hefur ekkert verið gefið út um fyrir hvað mennirnir voru handteknir eða hvar þeim sé haldið. Reuters segir þá þó hafa verið sakaða um landráð. Mohammed bin Salman var upprunalega hylltur víða um heim fyrir endurbætur í Sádi-Arabíu en það varði stutt. Síðan þá hafa ýmis hneykslismál varðandi hann litið dagsins ljóst og þá kannski sérstaklega morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem sagður er hafa verið pyntaður og myrtur að skipan MbS.
Sádi-Arabía Morðið á Khashoggi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Fleiri fréttir Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Sjá meira