Forseti UEFA segir að Meistara- og Evrópudeildin muni klárast í ágúst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 13:30 Franska stórliðið PSG sló Borussia Dortmund út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en mun ekki geta leikið heimaleiki sína í Frakklandi fari keppnin aftur af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira