Forseti UEFA segir að Meistara- og Evrópudeildin muni klárast í ágúst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. maí 2020 13:30 Franska stórliðið PSG sló Borussia Dortmund út í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en mun ekki geta leikið heimaleiki sína í Frakklandi fari keppnin aftur af stað. EPA-EFE/YOAN VALAT Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“ Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti knattspyrnusambands Evrópu, segir að bæði Meistaradeild Evrópu sem og Evrópudeildin muni klárast í ágúst. Hann er viss um að 80 prósent allra deildarkeppna Evrópu muni ljúka á sama tíma. Þá er allt að smella fyrir EM í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2021. Leikjum í stærstu deildum Evrópu var frestað í mars á þessu ári en um helgina fór sú þýska aftur af stað. Eina landið sem hefur ekki látið kórónufaraldurinn á sig fá er Hvíta-Rússland þar sem Willum Þór Willumsson leikur listir sínar með BATE Borisov. Það er ljóst að deildarkeppnum í Belgíu, Frakklandi og Hollandi er lokið en önnur lönd stefna á að klára sín tímabil. Ceferin er hins vegar brattur og telur að aðrar deildir Evrópu muni fara af stað innan tíðar og spáir því að öllum deildarkeppnum verði lokið í ágúst. Það á líka við um Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildina. „Ef hlutirnir haldast eins fram í ágúst þá munum við ljúka deildarkeppnum í Evrópu sem og Evrópukeppnum. Ég held að meirihluti deilda muni klára sín tímabil. Ef þær gera það ekki þá er það þeirra ákvörðun. Deildirnar munu samt þurfa að spila umspilsleiki ef þær vilja taka þátt í keppnum á vegum UEFA,“ segir Ceferin en The Guardian greindi frá. Uefa president says Champions League and Europa League will finish by August https://t.co/qGoXEBoG41— The Guardian (@guardian) May 17, 2020 Sem stendur eiga bæði Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin eftir að klára leiki í 16-liða úrslitum. Paris Saint-Germain var krýnt meistari á dögunum þó tímabilinu væri ekki lokið. Mun félagið ekki geta spilað í Frakklandi eftir að yfirvöld þar í landi bönnuðu íþróttaviðburði þangað til í september. Ceferen segir að ef félög geti ekki leikið í sínu landi þá muni þau þurfa að spila á hlutlausum velli. Að lokum segir Ceferin að nær allt sé klappað og klárt fyrir Evrópumót landsliða sem fram fer næsta sumar. Búið er að ræða við alls níu borgir um að halda mótið en enn séu vandræði með þrjár. „Við eigum í vandræðum með þrjár borgir sem stendur. Við munum ræða það í náinni framtíð og stefnum að halda mótið í tólf borgum. Ef það gengur ekki eftir þá erum við tilbúin að halda mótið í tíu, níu eða átta borgum.“
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA UEFA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Dýrmæt stig í súginn hjá Venezia Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti