Áfram í farbanni vegna dauðsfalls í Úlfarsárdal Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2020 17:35 Frá vettvangi í Úlfarsárdal. Myndin er úr safni. Atvikið átti sér stað 8. desember. Vísir/Friðrik Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Landsréttur staðfesti að karlmaður um fimmtugt skuli áfram sæti farbanni fram í júní í tengslum við rannsókn á mannsláti í Úlfarsárdal í desember. Maðurinn er grunaður um að hafa valdið dauða manns sem féll þá fram af svölum á þriðju hæð fjölbýlishúss. Rannsókn málsins er lokið og bíður niðurstöðu héraðssaksóknara um saksókn. Fimm karlmenn frá Litháen voru handteknir eftir að karlmaður á sextugsaldri lést af meiðslum sínum. Einn mannanna sat í gæsluvarðhaldi fyrst um sinn en var úrskurðaður í farbann í janúar. Í greinargerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn sé erlendur ríkisborgari og hafi óveruleg tengsl við landið og enga fjölskyldu hér á landi. Því sé talin hætta á að hann reyni að komast úr landi, leynast eða koma sér undan málsókn eða fullnustu refsingar með öðrum hætti. Mennirnir höfðu verið við drykkju þegar atburðurinn átti sér stað. Lögreglan segir að maðurinn sem nú sætir farbanni hafi verið mjög ölvaður og með nýlega áverka þegar hann var handtekinn. Skýrslatökur hafi leitt í ljós að ólæti og rifrildi hefðu heyrst frá íbúðinni skömmu áður en maðurinn sem lést féll fram af svölunum. Réttarmeinafræðingur telur ólíklegt að um slys hafi verið að ræða. Maðurinn hafi annað hvort hoppað fram af svölunum eða annar maður hafi átt hlut að fallinu. Þá hafi verið áverkar á látna manninum sem yrðu líklega ekki raktir til fallsins heldur mögulega höggs annars manns með sljóu áhaldi. Maðurinn sem er grunaður um að hafa valdið dauða hans þarf að sæta farbanni til 3. júní. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira