Sveitin verði mataráfangastaður á heimsvísu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. maí 2020 09:00 Karl Jónsson er verkefnastjóri Matarstígsins. Vísir/Tryggvi Páll Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Eyjafjarðarsveit láta ekki kórónuveirufaraldurinn stoppa áætlanir um að gera sveitina að mataráfangastað á heimsvísu. Unnið er verkefni sen nefnist Matarstígur Helga magra og á hann að laða ferðamenn, innlenda sem erlenda, í sveitina. Verkefnið er nefnt eftir landnámsmanni Eyjafjarðar, og hefur verið í bígerð frá árinu 2015 í Eyjafjarðarsveit, en er nú að líta dagsins ljós. „Grunnpælingin er sú að við ætlum að sameina hér matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustuaðila í eitt verkefni og með þann tilgang að búa hér til mataráfangastað á heimsvísu,“ segir Karl Jónsson, verkefnastjóri Matarstígsins en nánar er rætt við hann í myndbandinu hér fyrir neðan. Þannig eiga ferðamenn, íslenskir sem erlendir, að geta kynnst matarhefðum svæðisins. „Það væri í fyrsta lagi að þú gætir tekið hérna hring og þú gætir stoppað á skilgreindum þáttökustöðum í matarstígnum. Þú gætir fengið smakk á þessum stöðum, eitthvað úr sérstöðu viðkomandi staðar og ekki síst gætir þú í rauninni bara notið ferðaþjónustunnar í heild sinni hvort sem þú ert að fara á eigin vegum eða með skipulögðum hætti. Við stefnum á í sumar verði prufukeyrðar fastar matarstígshringferðir. Þá áttu að geta fengið að smakka á því helsta sem er framleitt hérna á veitingastöðunum, á búum og kaffihúsum,“ segir Karl. Með þessu er vonast til þess að hægt sé að fjölga ferðamönnum en kannski ekki síst að vænka hag bænda á svæðinu. „Síðan er kannski stóra markmiðið líka snýr að matvælaframleiðendum, kannski bændum, að við getum notað matarstíginn sem svona platform fyrir þá til að auka verðmæti sín og bæta sinn hag og svo náttúrulega bara að fjölga ferðamönnum, búa til vöru sem við getum selt ferðina,“ segir Karl. Innviðirnir eru þegar til staðar enda gróskumikil ferðaþjónusta í sveitinni, og mikil matvælaframleiðsla. „Hérna eru gríðarlegar matarhefðir og veitiingahúsaflóra sem við erum bara að ramma inn. Við höfum þá trú að ferðamennskan sé að breytast í ljósi ýmissa atburða, að fólk vilji dvelja lengur og það vilji njóta meira og betur þess sem hvert svæði hefur upp á að bjóða,“ segir Karl. „Við gerum það. Það er rosalega mikil samvinna og slagkraftur á meðal ferðaþjónustuaðila hérna ísveitinni. Einhvern veginn er það þannig að þegar eitthvað bjátar á eins og hefur gert undanfarið þá er eins og það komi einhver ofboðslega skemmtilegir frumkraftur og skemmtileg stemmning að rífa sig upp úr þessu og vera tilbúinn þegar opnast aftur.“ Fjallað var um verkefnið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, þá frétt má sjá hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eyjafjarðarsveit Matur Landbúnaður Veitingastaðir Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira