Víðir hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðum fyrir utan sundlaugar Birgir Olgeirsson skrifar 18. maí 2020 12:00 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn verður á sínum stað á upplýsingafundi almannavarna klukkan 14 í dag. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi. Vísir/Vilhelm Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Uppselt var í Laugardalslaug 45 mínútum eftir að sundlaugar í Reykjavík voru opnaðar á miðnætti. Alls fóru 560 manns í laugina frá 12 til 6 í nótt og þurfti að minna nokkra gesti á reglur um sóttvarnir. Víðir Reynisson hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í röðum fyrir utan laugarnar. Löng röð hafði myndast fyrir utan Laugardalslaug fyrir miðnætti þar sem óþreyjufullir borgarbúar biðu eftir að komast í sund. Laugarnar hafa verið lokaðar í tæpar átta vikur, eða frá 24. mars og eftirvæntingin mikil. „Nóttin var mjög góð. Við fengum ungt og ferskt fólk til okkar í gærkvöldi. Það var biðröð inn og uppselt í laugina frá korter í eitt til tvö. Svo var bara þægilegt eftir það,“ segir Sigurður Víðisson, forstöðumaður Laugardalslaugar. Samkvæmt tilmælum er aðgangur að sundlaugum takmarkaður þannig að aðeins helmingur af leyfilegum hámarksfjölda má vera í laugunum hverju sinni. 350 manna hámark er því í Laugardalslaug. „Frá 12 til 6 komu 560 gestir í sund, og flestir af þeim komu rétt eftir að við opnuðum.“ Mælst er til að sundlaugargestir virði tveggja metra regluna eins og hægt er. „Við notuðum kallkerfið til að hjálpa fólki að halda bili eins og hægt var. Það gekk svona upp og ofan.“ 120 manna hámark er í Sundhöll Reykjavíkur og fylltist laugin snögglega eftir miðnætti. Myndbönd frá opnun lauganna í Reykjavík sýndu fjölda í biðröðum þar sem ekki voru tveir metrar á milli fólks. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, hefði viljað sjá meira bil. „Við höfum engar kvartanir fengið. En auðvitað var mikið af fólki sem ætlaði að fara á sama tíma. Þetta var fyrirséð að þetta gæti gerst, það var mikil þrá að komast í sund. Það er gott að fólk fari í sund og nýti sundlaugarnar en maður hefði viljað sjá meira bil á milli fólks í biðröðinni,“ segir Víðir Reynisson „Það eru þessi tilmæli að fólk virði það eins og mögulegt er og það er mjög lítið mál að virða það þegar þú stendur í biðröð. Það er kannski erfiðara þegar þú ert kominn inn í búningsklefana og annað slíkt. En ég held að þetta hafi gengið vel, stóra málið er að sundlaugarnar eru búnar að opna.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15 Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37 Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21 Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Erfitt að halda tveggja metra regluna í svo föngulegum félagsskap Tilhlökkunin hefur verið mikil undanfarna daga hjá fastagestum sundlauga um allt land sem opnuðu ýmist dyrnar á miðnætti eða í morgunsárið eftir tæplega tveggja mánaða lokun. 18. maí 2020 11:15
Rekin upp úr heita pottinum í Mosfellsbæ Upp úr klukkan hálfeitt í nótt barst lögreglunni tilkynnt um að fólk væri í sundi í óleyfi í einni af sundlaugum Mosfellsbæjar. 18. maí 2020 06:37
Sjáðu þegar dyr Laugardalslaugar voru opnaðar rétt eftir miðnætti Nokkur hundruð manns voru mættir við Laugardalslaugina um miðnætti þegar dyrnar að laugunum voru opnaðar á ný eftir að hafa staðið lokaðar í margar vikur. 18. maí 2020 00:21
Hundruð bíða í röðum eftir opnun sundlauga Sundlaugar opnuðu nú á miðnætti eftir að hafa verið lokaðar frá 16. mars síðastliðnum. 17. maí 2020 23:44