Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar Samúel Karl Ólason skrifar 18. maí 2020 23:41 Angela Merkel og Emmanuel Macron. EPA/ANDREAS GORA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Drögin fela í sér að öll 27 ríki Evrópusambandsins komi að sjóðinum og framkvæmdastjórnin dreifi úr honum með styrkjum. Með því hefur Merkel gefið eftir kröfur nágrannaríkja Þýskalands um að fjárhagsaðstoð vegna faraldursins komi í formi styrkja en ekki lána. Macron hefur einnig látið af kröfum sínum en hann hafði farið fram á að neyðarsjóðurinn yrði ein billjón evra. Miklar deilur hafa átt sér stað meðal aðildarríkja ESB að undanförnu varðandi sameiginlegar efnahagsaðgerðir. Að mestu hafa þær deilur snúist um það hvort neyðaraðstoð vegna faraldursins eigi að vera í formi lána eða styrkja. Ríkari ríki Evrópu hafa sett sig á móti því að aðstoðin verði í formi styrkja og hafa Þjóðverjar og Hollendingar verið í forsvari fyrir þann hóp. Sjá einnig: Framtíð ESB að veði í deilum um efnahagsleg viðbrögð Öll aðildarríki ESB þyrftu þó að samþykkja drögin og eins og bent er á í frétt Politico er óljóst að slík samstaða náist. Forsvarsmenn ríkja eins og Austurríkis, Hollands og Finnlands, hafa verið á móti styrkjum og munu líklega mótmæla tillögunum. Fyrr í dag tísti Sebastian Kurz, kanslari Austurríkis, eftir viðræður við ráðamenn í Danmörku, Hollandi og Svíþjóð. Hann sagði ríkisstjórn sína ekki hafa breytt stefnu sinni. Austurríki væri tilbúið til að aðstoða aðrar þjóðir ESB með lánum. Our position remains unchanged. We are ready to help most affected countries with loans. We expect the updated #MFF to reflect the new priorities rather than raising the ceiling.— Sebastian Kurz (@sebastiankurz) May 18, 2020 Það er þó ljóst að tilkynning Merkel og Macron þýðir að ákveðnum áfanga hafi verið náð. Í yfirlýsingu sagði Merkel mikilvægt að óvenjulegar aðstæður kalli eftir óvenjulegum aðgerðum. Macron sló á svipaða strengi og sagði aðstæðurnar fordæmalausar. „Veiran virðir ekki landamæri og hefur haft áhrif á alla Evrópu,“ sagði hann. Fyrr í þessum mánuði varaði framkvæmdastjórn ESB við því að útlit væri fyrir gífurlegan samdrátt í sambandinu. Sjá einnig: Vara við mesta samdrætti í sögu ESB Til stendur að leggja fram fullunnar tillögur að neyðarsjóðnum í næstu viku og verður það framkvæmdastjórnin sem gerir það. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, ítrekaði í kvöld, samkvæmt frétt BBC, að vandi ESB væri mikill. Sá vandi er hvað mestur í sunnanverðri Evrópu og þá sérstaklega á Spáni og Ítalíu. Bæði ríkin hafa orðið harkalega fyrir barðinu á faraldrinum og sömuleiðis reiða bæði ríkin á ferðaþjónustu. Sá iðnaður er nú í miklum dvala og er óvíst hvenær hann kemst á skrið á nýjan leik. Einhverjir sérfræðingar segja að það verði í minnsta lagi þar til bóluefni við Covid-19 verður klárt.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira