Afnemum tryggingagjald tímabundið Þorsteinn Víglundsson skrifar 10. mars 2020 10:00 Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Wuhan-veiran Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Á víðsjárverðum tímum er þörf á pólitísku hugrekki til að bregðast hratt og ákveðið við til að koma í veg fyrir að sú efnahagslega niðursveifla sem við erum í verði enn dýpri og langvinnari vegna þess þunga en tímabundna höggs sem Covid veiran mun valda. Hefðbundin hagstjórnarúrræði duga þar skammt. Aðgerðir þær sem gripið verður til verða að skila sér strax. Í stað þess að tala um gjaldfresti á opinberum gjöldum væri nær að grípa til tímabundinnar niðurfellingar á gjöldum á borð við tryggingagjald. Slík aðgerð myndi skila sér strax inn í atvinnulífið og verða til þess að lina höggið. Sú efnahagslega vá sem steðjar að þjóðarbúinu nú er tvíþætt og þau viðbrögð sem stjórnvöld verða að grípa til þurfa að taka mið af því. Annars vegar má ætla að sú efnahagslega ógn sem okkur stafar af Covid-19 veirunni verði þungt en að líkindum skammvinnt högg. Þar er ferðaþjónustan eðli máls samkvæmt í mestri hættu en sökum mikils efnahagslegs umfangs greinarinnar má ætla að slíkt högg geti náði langt út fyrir raðir ferðaþjónustunnar einnar. Hins vegar er um að ræða hraða kólnun hagkerfisins, sem staðið hefur yfir í rúmt ár og ekki sér fyrir endann á ennþá. Efnahagsleg viðbrögð stjórnvalda við Covid þurfa að vera afgerandi og skjótvirk ef þau eiga að skila árangri. Rætt hefur verið um lengri gjaldfresti á opinberum gjöldum, líkt og gripið var til í hruninu. Mun betri og áhrifaríkari leið væri einfaldlega að fella niður tiltekin opinber gjöld tímabundið, t.d. í 2-3 mánuði, á meðan þyngsta efnahagslega höggið gengur yfir. Í þeim efnum lægi beint við að fella niður tryggingagjald og gistináttagjald. Slík aðgerð hefði bein og tafalaus áhrif á efnahagslífið og gæti komið í veg fyrir að fyrirtæki grípi til umfangsmeiri uppsagna en ella. Þriggja mánaða niðurfelling þessara gjalda myndi samsvara um 26 milljarða innspýtingu í efnahagslífið eða sem nemur tæpu einu prósenti af landsframleiðslu. Slík viðbrögð myndu sýna kjark og áræðni stjórnvalda til að beita fjárhagslegum styrk ríkissjóðs til að draga úr efnahagslegum áhrifum veirunnar. Hvað varðar kólnun hagkerfisins liggur beinast við að auka verulega í opinbera fjárfestingu. Hægur vandi er fyrir ríkissjóð að hraða vegaframkvæmdum og öðrum mikilvægum innviðaframkvæmdum. Ljúka mætti tvöföldun Reykjanesbrautar, ljúka framkvæmdum við breikkun Suðurlandsvegar og ráðast í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. Með sama hætti má hraða framkvæmdum við uppbyggingu Borgarlínu og ráðast í ýmsar vegabætur um land allt. Ríkissjóður gæti auðveldlega fjármagnað slíkar viðbótarframkvæmdir upp á 100-150 milljarða króna á næstu þremur árum. Unnt væri að leggja til hliðar hugleiðingar um sérstaka gjaldtöku til að fjármagna þessar framkvæmdir. Slík gjaldtaka er umdeild og líklegt til að tefja upphaf framkvæmda. Þess í stað mætti ráðast í löngu tímabæra endurskoðun á gjaldtöku á umferð.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar