Ertu í sóttkví? Ekki gleyma að hreyfa þig! Unnur Pétursdóttir skrifar 10. mars 2020 11:30 Í þjóðfélaginu eru nú um mundir fordæmalausar aðstæður, þar sem hundruðir manna hafa verið settar í sóttkví og fjölmargir hvattir til að vera sem mest heima við af ýmsum ástæðum. Í slíkum aðstæðum, þegar hefðbundin dagskrá fer út um gluggann, er hætta á að dagleg hreyfing gleymist. Sjúkraþjálfarar vilja minna landsmenn á að það er hægt að gera margt þótt fólk komist ekki í líkamsræktina sína. Rétt að minna á, að samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis er fólki í sóttkví heimilt að fara í gönguferðir á fáförnum stöðum, ef þess er gætt að vera aldrei í minna en 2m fjarlægð frá öðru fólki. Eins er heimilt að fara um akandi á eigin bíl, svo fyrir bíleigendur er hægt að komast á útivistarsvæði þótt það sé ekki í göngufæri við heimili. Útivera er hressandi og bætir bæði andlega og líkamlega heilsu og líðan, svo endilega drífið ykkur út en gætið að fyrrnefndum atriðum. Einnig er hægt að gera margt heima við. Á Rás 1 er morgunleikfimi kl 9.45 dag hvern, sem tilvalið er að fylgja og hægt er að hlusta á marga þætti á vef Ríkisútvarpsins. Á heimasíðu Embættis Landlæknis má finna leiðbeiningar um hreyfingu og á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara eru tenglar á nokkur myndbönd sem sýna góða hreyfingu sem hægt er að stunda heima við og krefst ekki neins sem ekki er til á hverju heimili. Hvatningarorð sjúkraþjálfara til allra landsmanna þessa dagana eru: Ekki gleyma að hreyfa þig! Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Wuhan-veiran Heilsa Unnur Pétursdóttir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Í þjóðfélaginu eru nú um mundir fordæmalausar aðstæður, þar sem hundruðir manna hafa verið settar í sóttkví og fjölmargir hvattir til að vera sem mest heima við af ýmsum ástæðum. Í slíkum aðstæðum, þegar hefðbundin dagskrá fer út um gluggann, er hætta á að dagleg hreyfing gleymist. Sjúkraþjálfarar vilja minna landsmenn á að það er hægt að gera margt þótt fólk komist ekki í líkamsræktina sína. Rétt að minna á, að samkvæmt leiðbeiningum Landlæknis er fólki í sóttkví heimilt að fara í gönguferðir á fáförnum stöðum, ef þess er gætt að vera aldrei í minna en 2m fjarlægð frá öðru fólki. Eins er heimilt að fara um akandi á eigin bíl, svo fyrir bíleigendur er hægt að komast á útivistarsvæði þótt það sé ekki í göngufæri við heimili. Útivera er hressandi og bætir bæði andlega og líkamlega heilsu og líðan, svo endilega drífið ykkur út en gætið að fyrrnefndum atriðum. Einnig er hægt að gera margt heima við. Á Rás 1 er morgunleikfimi kl 9.45 dag hvern, sem tilvalið er að fylgja og hægt er að hlusta á marga þætti á vef Ríkisútvarpsins. Á heimasíðu Embættis Landlæknis má finna leiðbeiningar um hreyfingu og á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara eru tenglar á nokkur myndbönd sem sýna góða hreyfingu sem hægt er að stunda heima við og krefst ekki neins sem ekki er til á hverju heimili. Hvatningarorð sjúkraþjálfara til allra landsmanna þessa dagana eru: Ekki gleyma að hreyfa þig! Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar