Fella niður kennslu vegna verkfalls: „Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt“ Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2020 20:07 Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla. Aðsend/samsett Stjórnendur Salaskóla í Kópavogi hafa tekið þá ákvörðun að fella niður alla kennslu vegna yfirstandandi verkfalls félagsmanna Eflingar. Skólastjórinn segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir að ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst í gær hafi haft umtalsverð áhrif á skólastarfið. Ekki er gert ráð fyrir því að hefja aftur kennslu fyrr en að kjarasamningar nást. Ruslið hleðst upp í skólanum Verkfallið nær til rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sjá einnig: Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi „Allur skólinn er ræstur af Eflingarfólki og við erum ekki með neina aðkeypta ræstingu. Skólinn verður bara mjög fljótt skítugur þegar það fólk er ekki til staðar. Svo er mötuneytið líka lokað of krakkar hafa verið að koma með nesti, það bara hleðst upp ruslið hjá okkur.“ Ná ekki að halda álagsflötum hreinum Hafsteinn segir skólann til að mynda ekki geta hreinsað álagsfleti á borð við handrið og hurðarhúna í samræmi við tilmæli vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnendur Salaskóla funduðu um stöðuna seinni partinn í dag og komust að þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekki verjandi að bjóða börnunum upp á að vera í skólanum á meðan hann væri ekki þrifinn, að sögn Hafsteins. „Við erum að gera þetta með hagsmuni og heilsu barnanna að leiðarljósi. Einhvern tímann þarf maður að draga línuna og ástandið er bara þannig í samfélaginu að við þurfum að gæta vel að hreinlæti og við getum ekki gert það ef við höfum ekki fólkið sem þarf að ræsta. Okkur fannst við ekki geta boðið upp á einn dag í viðbót.“ Telur að fleiri fylgi í kjölfarið Hann gerir ráð fyrir því að fleiri grunnskólar í Kópavogi muni grípa til þess ráðs að fella niður kennslu á næstu dögum og segir skólastjórnendur vera áhyggjufulla yfir ástandinu. „Þetta eru sjö hundruð manns sem eru mjög þétt saman og náttúrlega margt í gangi. Það er verið að borða bæði í almannarýmum og í kennslustofum sem og annars staðar. Það bara verða að vera góð þrif alltaf. Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt.“ Það eigi ekki síður við um salerni sem þurfi jafnvel að þrífa oft á dag. Þess má geta að Salaskóli verður engu að síður opinn fyrir níundu bekkinga nú á miðvikudag og fimmtudag vegna samræmdu prófa. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tilhögum samræmdu prófa. Verkföll 2020 Kjaramál Kópavogur Skóla - og menntamál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Stjórnendur Salaskóla í Kópavogi hafa tekið þá ákvörðun að fella niður alla kennslu vegna yfirstandandi verkfalls félagsmanna Eflingar. Skólastjórinn segir að útbreiðsla kórónuveirunnar hafi haft áhrif á niðurstöðuna. Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir að ótímabundið verkfall Eflingar sem hófst í gær hafi haft umtalsverð áhrif á skólastarfið. Ekki er gert ráð fyrir því að hefja aftur kennslu fyrr en að kjarasamningar nást. Ruslið hleðst upp í skólanum Verkfallið nær til rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi. Sjá einnig: Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi „Allur skólinn er ræstur af Eflingarfólki og við erum ekki með neina aðkeypta ræstingu. Skólinn verður bara mjög fljótt skítugur þegar það fólk er ekki til staðar. Svo er mötuneytið líka lokað of krakkar hafa verið að koma með nesti, það bara hleðst upp ruslið hjá okkur.“ Ná ekki að halda álagsflötum hreinum Hafsteinn segir skólann til að mynda ekki geta hreinsað álagsfleti á borð við handrið og hurðarhúna í samræmi við tilmæli vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Stjórnendur Salaskóla funduðu um stöðuna seinni partinn í dag og komust að þeirri niðurstöðu að þeim þætti ekki verjandi að bjóða börnunum upp á að vera í skólanum á meðan hann væri ekki þrifinn, að sögn Hafsteins. „Við erum að gera þetta með hagsmuni og heilsu barnanna að leiðarljósi. Einhvern tímann þarf maður að draga línuna og ástandið er bara þannig í samfélaginu að við þurfum að gæta vel að hreinlæti og við getum ekki gert það ef við höfum ekki fólkið sem þarf að ræsta. Okkur fannst við ekki geta boðið upp á einn dag í viðbót.“ Telur að fleiri fylgi í kjölfarið Hann gerir ráð fyrir því að fleiri grunnskólar í Kópavogi muni grípa til þess ráðs að fella niður kennslu á næstu dögum og segir skólastjórnendur vera áhyggjufulla yfir ástandinu. „Þetta eru sjö hundruð manns sem eru mjög þétt saman og náttúrlega margt í gangi. Það er verið að borða bæði í almannarýmum og í kennslustofum sem og annars staðar. Það bara verða að vera góð þrif alltaf. Þetta getur orðið heilsuspillandi mjög fljótt.“ Það eigi ekki síður við um salerni sem þurfi jafnvel að þrífa oft á dag. Þess má geta að Salaskóli verður engu að síður opinn fyrir níundu bekkinga nú á miðvikudag og fimmtudag vegna samræmdu prófa. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um tilhögum samræmdu prófa.
Verkföll 2020 Kjaramál Kópavogur Skóla - og menntamál Wuhan-veiran Tengdar fréttir Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50 „Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03 Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21 Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Segir umhugsunarvert að ekki hafi verið hægt að ná þessari niðurstöðu fyrir einhverjum vikum Borgarstjóri Reykjavíkurborgar kveðst mjög ánægður með að samningar hafi náðst í kjaradeilu félagsmanna Eflingar og borgarinnar. 10. mars 2020 08:50
„Við mættumst á miðri leið“ Formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir samningurinn sem undirritaður var í nótt hafi byggt á grunni Lífskjarasamningsins. 10. mars 2020 08:03
Verkfall Eflingar í nokkrum sveitarfélögum hefst á hádegi Verkfall rúmlega 270 félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerðisbæ og sveitarfélaginu Ölfusi hefst klukkan 12 á hádegi. 9. mars 2020 08:21
Ótímabundnu verkfalli félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg aflýst Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar undirrituðu nú á fjórða tímanum í nótt, í húsakynnum Ríkissáttasemjara, nýjan kjarasamning fyrir um 1800 félagsmenn Eflingar sem starfa hjá borginni. Ótímabundnu verkfalli aflýst. 10. mars 2020 03:45
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“