Vopn skila arði í stríði með landvinningum Einar G Harðarson skrifar 21. maí 2020 15:00 Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Sjá meira
Nú hefur heimurinn verið í stríði við „óvæntan“ andstæðing eða veiru sem berst í lofti á milli manna. Barist er við SARS-Cov2 í öllum löndum heims og vopnin eru lokanir ákveðinna þjónustustaða, tveggja metra reglan, sóttkví, einangrun og sjúkrahúslega. Með öðrum orðum hefur alþjóðahagkerfinu að stórum hluta verið lokað. Framleiðsla þessara vopna hefur kostað heiminn óhemju fé. Hér á Íslandi var farið af stað með þeim fögru orðum um að betra sé að gera of mikið en lítið og hefur það reynst okkur vel til þessa. Undir forystu ríkislögreglustjóra hefur tekist að verja almenning. En baráttan er einungis hálfnuð þegar veiran er unnin. Eftir er að reisa við hagkerfið, og í þeim bardaga þurfa stjórnmálaflokkar að taka forystuna. Hingað til hafa átökin frekar staðið um að verja samfélög en að vinna stríðið. Lagt hefur verið mikið í að viðhalda berskjölduðum samfélögum eins og fyrirtækjum og heimilum. Mikilvægast þegar nú er komið er að halda áfram að verja samfélögin og klára baráttuna með þeim hætti að hagkerfið verði eins líkt því sem áður var. Ef það tekst ekki þá höfum við framleitt dýr vopn án nægra skotfæra í seinni hluta stríðsins. Sem dæmi var lofað hlutabótaleið til allra. Yfir síðustu vikur hefur púðrið farið í árás á þau fyrirtæki sem augljóslega var boðið að nýta sér þann valkost. Það fælir aðra frá hlutabótaleiðinni og öðrum leiðum sem kunna að vera í boði. Veiran hefur lagst á alla jafnt. Þegar fyrirtæki með verslun á Keflavíkurflugvelli þarf að loka, þá á það rétt á hlutabótaleiðinni eins og hvert annað fyrirtæki í sömu stöðu. Svo ekki sé minnst á heimilin en líklegt er að innan fárra vikna koma þau inn í baráttuna af fullum þunga. Betra væri að vera viðbúin því. Hluti ríkistjórnar og flokksmenn þeirra hafa lagst í nornaveiðar og galdrabrennur í stað þess að fylgja góðu fordæmi og gera frekar meira en minna. Það eina sem raunverulega skiptir máli þegar uppi er staðið er virkni hagkerfisins. Ef það virkar getur tekið skamman tíma að koma því í fyrri stöðu en ef það virkar ekki getur uppbygging tekið mörg, mörg ár. Sá sem vinnur stríð er ekki spurður hvort hann hafi eytt of mörgum skotum á óvininn, en sá sem tapar er spurður hvort hann hefði getað eytt meiru. Verjum hagkerfið með vopnum sem gera frekar of mikið en of lítið.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun