Friðlýsir elsta hluta skólabygginga Bifrastar Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2020 08:33 Vilhjálmur Egilsson, Margrét Jónsdóttir Njarðvík, Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Reynir Ingibjartsson. stjórnarráð Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að friðlýsa elsta hluta skólabygginga Samvinnuskólans á Bifröst í Borgarfirði. Er það gert að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að tilkynnt hafi verið um friðlýsingu þessa í heimsókn ráðherra á Bifröst í gær. „Friðlýsingin tekur til ytra borðs samkomuhúss frá 1950, veggfastra innréttinga í samkomusal og setustofu samkomuhúss, ytra borðs tengigangs milli samkomuhúss og gistiálmu og veggmyndar á tengigangi eftir Hörð Ágústsson listmálara,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Lilju að samkomuhúsið sé mikilvægt og vel varðveitt dæmi um höfundaverk Sigvalda Thordarson og samstarfsmanna hans, Gísla Halldórssonar og Kjartans Sigurðarsonar, frá upphafsárum þeirra starfsferils. „Ekki síst á það við innréttingar og búnað í samkomusal og setustofu, sem varðveist hefur í nær upprunalegri mynd allt til dagsins í dag,“ segir ráðherra. Samkomuhúsið var elsta byggingin á Bifröst sem þá var samkomu- og veitingastaður í eigu Sambands íslenskra Samvinnufélaga. Samvinnuskólinn flutti svo þangað í land Hreðavatns í Norðurárdal árið 1955. „Skólinn hafði þá áður verið til húsa á Sölvhólsgötu í Reykjavík þar sem nú eru skrifstofur mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þegar Samvinnuskólinn tók við samkomuhúsinu var svo reist við það viðbygging með tengigangi, þrílyft heimavistarálma, teiknuð af Skúla H. Norðdahl. Saman mynda húsin tvö fallega og samræmda heild sem hefur einkennt ásýnd Bifrastar og verið táknmynd þeirra skólastofnana sem þar hafa starfað,“ segir í tilkynningunni. Borgarbyggð Húsavernd Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur ákveðið að friðlýsa elsta hluta skólabygginga Samvinnuskólans á Bifröst í Borgarfirði. Er það gert að fenginni tillögu Minjastofnunar Íslands. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að tilkynnt hafi verið um friðlýsingu þessa í heimsókn ráðherra á Bifröst í gær. „Friðlýsingin tekur til ytra borðs samkomuhúss frá 1950, veggfastra innréttinga í samkomusal og setustofu samkomuhúss, ytra borðs tengigangs milli samkomuhúss og gistiálmu og veggmyndar á tengigangi eftir Hörð Ágústsson listmálara,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Lilju að samkomuhúsið sé mikilvægt og vel varðveitt dæmi um höfundaverk Sigvalda Thordarson og samstarfsmanna hans, Gísla Halldórssonar og Kjartans Sigurðarsonar, frá upphafsárum þeirra starfsferils. „Ekki síst á það við innréttingar og búnað í samkomusal og setustofu, sem varðveist hefur í nær upprunalegri mynd allt til dagsins í dag,“ segir ráðherra. Samkomuhúsið var elsta byggingin á Bifröst sem þá var samkomu- og veitingastaður í eigu Sambands íslenskra Samvinnufélaga. Samvinnuskólinn flutti svo þangað í land Hreðavatns í Norðurárdal árið 1955. „Skólinn hafði þá áður verið til húsa á Sölvhólsgötu í Reykjavík þar sem nú eru skrifstofur mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Þegar Samvinnuskólinn tók við samkomuhúsinu var svo reist við það viðbygging með tengigangi, þrílyft heimavistarálma, teiknuð af Skúla H. Norðdahl. Saman mynda húsin tvö fallega og samræmda heild sem hefur einkennt ásýnd Bifrastar og verið táknmynd þeirra skólastofnana sem þar hafa starfað,“ segir í tilkynningunni.
Borgarbyggð Húsavernd Skóla - og menntamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira