Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 18:16 Mike Pence (fyrir miðju) fer fyrir aðgerðarhóp Bandaríkjastjórnar í viðbrögðum við COVID-19. Vísir/Getty Embættismönnum innan heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna hafa borist tilmæli um að halda því sem fram fer á fundum sínum um COVID-19 kórónuveiruna við háttsetta aðila í stjórnkerfinu leyndu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir fjórum embættismönnum úr ríkisstjórn Donalds Trump. Þá er sagt að leynilegir fundir um stöðu mála hafi farið fram síðan um miðjan janúar síðastliðinn. Tilmælin eru í umfjöllun Reuters sögð óvenjulegt skref sem hafi heft upplýsingaflæði og torveldað tilraunir stjórnvalda í Bandaríkjunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Embættismennirnir sem Reuters ræddi við, og eru ekki nefndir á nafn í umfjölluninni, segja að tugir leyndra funda um umfang útbreiðslunnar, sóttkví og takmarkanir á ferðalögum hafi farið fram frá miðjum janúar. Fundirnir eru sagðir hafa farið fram í háleynilegu öryggisherbergi í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna. Starfsfólki ráðuneytisins sem hefur ekki sérstaka öryggisheimild hefur þannig verið meinaður aðgangur að fundunum, sem sumir hverjir voru myndbandsfundir. „Það er afar mikilvægt fólk sem ekki hefur slíkar heimildir sem gat ekki verið viðstatt fundina,“ hefur Reuters eftir einum heimildarmanna sinna, sem segir einnig að Öryggisráð Bandaríkjanna (NSC) hafi fyrirskipað þá leynd sem ríkir yfir efni fundanna. Krafan um að efni fundanna verði ekki opinbert er þannig talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 31 látist af völdum COVID-19, og eru um 970 manns smituð. John Ullyot, talsmaður Öryggisráðs Bandaríkjanna, sagði við Reuters að ráðið hefði frá fyrsta degi haft gagnsæi að leiðarljósi, í málum tengdum kórónuveirunni og viðbrögðum við útbreiðslu hennar. „Ríkisstjórnin hefur dregið úr skriffinnsku og sett fordæmi um allan heim í vernd sinni á bandarísku þjóðinni, með Donald Trump forseta í fararbroddi,“ er haft eftir Ullyot. Trump Bandaríkjaforseti lét á dögunum skipa sérstakan aðgerðahóp vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Varaforseti hans, Mike Pence, leiðir þann hóp og heldur blaðamannafundi um stöðu mála á degi hverjum. Bandaríkin Wuhan-veiran Donald Trump Tengdar fréttir Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Embættismönnum innan heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna hafa borist tilmæli um að halda því sem fram fer á fundum sínum um COVID-19 kórónuveiruna við háttsetta aðila í stjórnkerfinu leyndu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir fjórum embættismönnum úr ríkisstjórn Donalds Trump. Þá er sagt að leynilegir fundir um stöðu mála hafi farið fram síðan um miðjan janúar síðastliðinn. Tilmælin eru í umfjöllun Reuters sögð óvenjulegt skref sem hafi heft upplýsingaflæði og torveldað tilraunir stjórnvalda í Bandaríkjunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Embættismennirnir sem Reuters ræddi við, og eru ekki nefndir á nafn í umfjölluninni, segja að tugir leyndra funda um umfang útbreiðslunnar, sóttkví og takmarkanir á ferðalögum hafi farið fram frá miðjum janúar. Fundirnir eru sagðir hafa farið fram í háleynilegu öryggisherbergi í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna. Starfsfólki ráðuneytisins sem hefur ekki sérstaka öryggisheimild hefur þannig verið meinaður aðgangur að fundunum, sem sumir hverjir voru myndbandsfundir. „Það er afar mikilvægt fólk sem ekki hefur slíkar heimildir sem gat ekki verið viðstatt fundina,“ hefur Reuters eftir einum heimildarmanna sinna, sem segir einnig að Öryggisráð Bandaríkjanna (NSC) hafi fyrirskipað þá leynd sem ríkir yfir efni fundanna. Krafan um að efni fundanna verði ekki opinbert er þannig talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 31 látist af völdum COVID-19, og eru um 970 manns smituð. John Ullyot, talsmaður Öryggisráðs Bandaríkjanna, sagði við Reuters að ráðið hefði frá fyrsta degi haft gagnsæi að leiðarljósi, í málum tengdum kórónuveirunni og viðbrögðum við útbreiðslu hennar. „Ríkisstjórnin hefur dregið úr skriffinnsku og sett fordæmi um allan heim í vernd sinni á bandarísku þjóðinni, með Donald Trump forseta í fararbroddi,“ er haft eftir Ullyot. Trump Bandaríkjaforseti lét á dögunum skipa sérstakan aðgerðahóp vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Varaforseti hans, Mike Pence, leiðir þann hóp og heldur blaðamannafundi um stöðu mála á degi hverjum.
Bandaríkin Wuhan-veiran Donald Trump Tengdar fréttir Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44