Hafa fundað leynilega vegna kórónuveirunnar síðan í janúar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 18:16 Mike Pence (fyrir miðju) fer fyrir aðgerðarhóp Bandaríkjastjórnar í viðbrögðum við COVID-19. Vísir/Getty Embættismönnum innan heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna hafa borist tilmæli um að halda því sem fram fer á fundum sínum um COVID-19 kórónuveiruna við háttsetta aðila í stjórnkerfinu leyndu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir fjórum embættismönnum úr ríkisstjórn Donalds Trump. Þá er sagt að leynilegir fundir um stöðu mála hafi farið fram síðan um miðjan janúar síðastliðinn. Tilmælin eru í umfjöllun Reuters sögð óvenjulegt skref sem hafi heft upplýsingaflæði og torveldað tilraunir stjórnvalda í Bandaríkjunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Embættismennirnir sem Reuters ræddi við, og eru ekki nefndir á nafn í umfjölluninni, segja að tugir leyndra funda um umfang útbreiðslunnar, sóttkví og takmarkanir á ferðalögum hafi farið fram frá miðjum janúar. Fundirnir eru sagðir hafa farið fram í háleynilegu öryggisherbergi í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna. Starfsfólki ráðuneytisins sem hefur ekki sérstaka öryggisheimild hefur þannig verið meinaður aðgangur að fundunum, sem sumir hverjir voru myndbandsfundir. „Það er afar mikilvægt fólk sem ekki hefur slíkar heimildir sem gat ekki verið viðstatt fundina,“ hefur Reuters eftir einum heimildarmanna sinna, sem segir einnig að Öryggisráð Bandaríkjanna (NSC) hafi fyrirskipað þá leynd sem ríkir yfir efni fundanna. Krafan um að efni fundanna verði ekki opinbert er þannig talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 31 látist af völdum COVID-19, og eru um 970 manns smituð. John Ullyot, talsmaður Öryggisráðs Bandaríkjanna, sagði við Reuters að ráðið hefði frá fyrsta degi haft gagnsæi að leiðarljósi, í málum tengdum kórónuveirunni og viðbrögðum við útbreiðslu hennar. „Ríkisstjórnin hefur dregið úr skriffinnsku og sett fordæmi um allan heim í vernd sinni á bandarísku þjóðinni, með Donald Trump forseta í fararbroddi,“ er haft eftir Ullyot. Trump Bandaríkjaforseti lét á dögunum skipa sérstakan aðgerðahóp vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Varaforseti hans, Mike Pence, leiðir þann hóp og heldur blaðamannafundi um stöðu mála á degi hverjum. Bandaríkin Wuhan-veiran Donald Trump Tengdar fréttir Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44 Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Embættismönnum innan heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna hafa borist tilmæli um að halda því sem fram fer á fundum sínum um COVID-19 kórónuveiruna við háttsetta aðila í stjórnkerfinu leyndu. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir fjórum embættismönnum úr ríkisstjórn Donalds Trump. Þá er sagt að leynilegir fundir um stöðu mála hafi farið fram síðan um miðjan janúar síðastliðinn. Tilmælin eru í umfjöllun Reuters sögð óvenjulegt skref sem hafi heft upplýsingaflæði og torveldað tilraunir stjórnvalda í Bandaríkjunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Embættismennirnir sem Reuters ræddi við, og eru ekki nefndir á nafn í umfjölluninni, segja að tugir leyndra funda um umfang útbreiðslunnar, sóttkví og takmarkanir á ferðalögum hafi farið fram frá miðjum janúar. Fundirnir eru sagðir hafa farið fram í háleynilegu öryggisherbergi í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna. Starfsfólki ráðuneytisins sem hefur ekki sérstaka öryggisheimild hefur þannig verið meinaður aðgangur að fundunum, sem sumir hverjir voru myndbandsfundir. „Það er afar mikilvægt fólk sem ekki hefur slíkar heimildir sem gat ekki verið viðstatt fundina,“ hefur Reuters eftir einum heimildarmanna sinna, sem segir einnig að Öryggisráð Bandaríkjanna (NSC) hafi fyrirskipað þá leynd sem ríkir yfir efni fundanna. Krafan um að efni fundanna verði ekki opinbert er þannig talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. Þegar þetta er skrifað hafa 31 látist af völdum COVID-19, og eru um 970 manns smituð. John Ullyot, talsmaður Öryggisráðs Bandaríkjanna, sagði við Reuters að ráðið hefði frá fyrsta degi haft gagnsæi að leiðarljósi, í málum tengdum kórónuveirunni og viðbrögðum við útbreiðslu hennar. „Ríkisstjórnin hefur dregið úr skriffinnsku og sett fordæmi um allan heim í vernd sinni á bandarísku þjóðinni, með Donald Trump forseta í fararbroddi,“ er haft eftir Ullyot. Trump Bandaríkjaforseti lét á dögunum skipa sérstakan aðgerðahóp vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. Varaforseti hans, Mike Pence, leiðir þann hóp og heldur blaðamannafundi um stöðu mála á degi hverjum.
Bandaríkin Wuhan-veiran Donald Trump Tengdar fréttir Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44 Mest lesið Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Innlent Fleiri fréttir Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Sjá meira
Covid-19 skilgreint sem heimsfaraldur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur skilgreint útbreiðslu Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem heimsfaraldur. 11. mars 2020 16:44