Forysta og skýr svör! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2020 19:00 Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju höfum við í Viðreisn rætt af fullum þunga stöðu efnahagsmála frá upphafi kjörtímabilsins og gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir frestunaráráttu og andvaraleysi? Það er fyrst og síðast vegna þess að efnahagsmálin snúast um heimilin, fyrirtækin og samfélagið allt. Um okkar daglega líf. Þetta er nefnilega ekki eingöngu umræða um kerfi og tölur heldur um lífsviðurværi og aðstæður fólks. Þess vegna skiptir öllu máli á þessum tímapunkti að við gefum skýr og afgerandi svör og höfum hugrekki til að taka ákvarðanir. Nóg er óvissan núna vegna heimsfaraldursins. Þar treystum við okkar helstu sérfræðingum til að leiða okkur áfram líkt og þríeykið, Alma landlæknir, Þórólfur sóttvarnarlæknir og Víðir yfirlögregluþjónn hafa gert. Þau hafa útskýrt stöðuna, miðlað upplýsingum og ekki vikið sér undan erfiðum spurningum. Né snúnum ákvörðunum. Fálmkenndur og lítt sannfærandi blaðamannafundur Það er hlutverk okkar í stjórnmálum að tryggja almenn lífskjör almennings og veita von um að greitt verði af öryggi úr þeim vandamálum sem upp kunna að koma og spurningum sé svarað. Að það sé til plan og ákvarðanir teknar. Þess vegna var kynningarfundur formannaþríeykisins í ríkisstjórn í gær ákveðin vonbrigði. Hann var fálmkenndur og fyrir vikið lítt sannfærandi. Það var ekki verið að biðja um óáþreifanlegar tillögur heldur forystu og skýr svör. Á óvissutímum er vissulega mikilvægt að við sýnum samstöðu og ábyrgð. En það þýðir ekki að ríkisstjórnin fái algjört fríspil og geti boðið almenningi upp á umbúðir án innihalds. Krafan um aðhald og samráð er jafnvel ríkari en fyrr. Það skiptir máli að halda ríkisstjórninni við efnið og tryggja þannig að ráðist verði í mikilvægar og löngu tímabæra aðgerðir. Þar munum við í Viðreisn ekki gefa neinn afslátt. Hvar er svo planið? Ég viðurkenni að ég trúði því í einfeldni minni að ríkisstjórnin væri löngu tilbúin með aðgerðir og fjárfestingarplan eftir allt sem á undan er gengið og þær blikur sem hafa verið á lofti í efnahagsmálum. Enda áætlað að leggja hér fram fjármálaáætlun á næstu dögum í þinginu. Rauðu flöggin hafa verið allt um kring í nokkur misseri. Löngu áður en við vissum af tilvist COVID-19. Nægir að nefna fall WOW og mikinn samdrátt í ferðaþjónustu, vanrækta innviði og aukið atvinnuleysi. Ríkisstjórnin er reyndar merkilega atorkusöm í því að skipa hópa, nefndir og ýmis ráð. Þau eru líka afar dugleg að skoða, meta og kanna hitt og þetta. En þau eru því miður ekki jafn kraftmikil þegar það kemur að því að koma sér að verki. Þetta máttleysi ríkisstjórnarinnar á þessum erfiðu tímum er bagalegt. Ég vona að hún komi á allra næstu dögum með markvissari svör, þar sem aðgerðir eru tímasettar og vel skilgreindar. Þannig að það sé ekki óvissa um næstu skref. Við í Viðreisn erum sannarlega tilbúin að greiða götu þeirra mála sem raunverulega taka utan um* fólkið okkar og fyrirtækin í landinu. *Ekki þó í bókstaflegri merkingu. Vinsamlega virðum öll tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun