Hægt verði að greiða með allt að 15 gjafabréfum Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2020 15:35 Íslendingar eru hvattir til að ferðast innanlands í sumar. Gjafabréf frá stjórnvöldum á að ýta undir ferðalög hérlendis. Vísir/vilhelm Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd, ef marka má tilkynningu frá stjórnvöldum. Þar segir að frumvarp um gjafabréfið hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnar í morgun og að það feli m.a. í sér að einstaklingar megi nýta sér allt að 15 gjafabréf í einu. Stjórnvöld kalla 5000 krónu gjafabréfið „ferðagjöf,“ en það var kynnt í fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Síðan þá hefur það verið í útfærslu, til að mynda hvernig því verður komið til Íslendinga. Unnið er að gerða smáforrits „sem einfaldar greiðslu með ferðagjöfinni“ að sögn hins opinbera, en í samtali við fréttastofu sagði verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu að smáforritið yrði ekki skilyrði. Fólk sem ekki á snjallsíma muni geta nálgast það með öðrum hætti. Skattfrjálst og framseljanlegt Vonir standa til að ferðagjöfin verði aðgengileg í júníbyrjun en framkvæmd og útfærsla gjafabréfsins verður kynnt nánar á kynningarfundi næstkomandi þriðjudag, 26. maí, klukkan 9:00. Í frumvarpinu sem kynnt var ríkisstjórn í morgun segir víst að gjafabréfið verði upp á 5000 krónur og verði gefið út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að gefa eigin ferðagjöf öðrum einstaklingi en hver einstaklingur má aðeins greiða með að hámarki 15 ferðagjöfum. Þá segja stjórnvöld að í frumvarpinu sé ákvæði sem undanþiggur ferðagjöfina skattskyldu. Nánari upplýsingar um ferðamennskugjafabréfið má nálgast á vef stjórnarráðsins, þar má t.a.m. lesa um hvernig þetta snýr að ferðaþjónustufyrirtækjum. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira
Gjafabréfið sem hvetja á Íslendinga til að ferðast innanlands í sumar er farið að taka á sig mynd, ef marka má tilkynningu frá stjórnvöldum. Þar segir að frumvarp um gjafabréfið hafi verið kynnt á fundi ríkisstjórnar í morgun og að það feli m.a. í sér að einstaklingar megi nýta sér allt að 15 gjafabréf í einu. Stjórnvöld kalla 5000 krónu gjafabréfið „ferðagjöf,“ en það var kynnt í fyrsta aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Síðan þá hefur það verið í útfærslu, til að mynda hvernig því verður komið til Íslendinga. Unnið er að gerða smáforrits „sem einfaldar greiðslu með ferðagjöfinni“ að sögn hins opinbera, en í samtali við fréttastofu sagði verkefnastjóri hjá Ferðamálastofu að smáforritið yrði ekki skilyrði. Fólk sem ekki á snjallsíma muni geta nálgast það með öðrum hætti. Skattfrjálst og framseljanlegt Vonir standa til að ferðagjöfin verði aðgengileg í júníbyrjun en framkvæmd og útfærsla gjafabréfsins verður kynnt nánar á kynningarfundi næstkomandi þriðjudag, 26. maí, klukkan 9:00. Í frumvarpinu sem kynnt var ríkisstjórn í morgun segir víst að gjafabréfið verði upp á 5000 krónur og verði gefið út til einstaklinga sem fæddir eru árið 2002 eða fyrr og eru með íslenska kennitölu. Samkvæmt frumvarpinu verður heimilt að gefa eigin ferðagjöf öðrum einstaklingi en hver einstaklingur má aðeins greiða með að hámarki 15 ferðagjöfum. Þá segja stjórnvöld að í frumvarpinu sé ákvæði sem undanþiggur ferðagjöfina skattskyldu. Nánari upplýsingar um ferðamennskugjafabréfið má nálgast á vef stjórnarráðsins, þar má t.a.m. lesa um hvernig þetta snýr að ferðaþjónustufyrirtækjum.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Innlent Heilsu páfans hrakar skyndilega Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Fleiri fréttir Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Sjá meira