Hjúkrunarfræðingur furðar sig á „heift og reiði“ í garð heilbrigðisstarfsfólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. mars 2020 23:09 Hjúkrunarfræðingar eru í fremstu víglínu þegar kemur að því að tækla kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Hjúkrunarfræðingur segist gáttaður á þeirri heift og reiði í garð heilbrigðisstarfsfólks sem hún segir ríkja í samfélaginu. Hún undrast viðbrögð landlæknis og forstjóra Landspítalans við utanlandsferðum heilbrigðisstarfsfólks og segir að setja ætti á ferðabann ef raunverulegur vilji til að koma í veg fyrir kórónuveirusmit heilbrigðisstarfsfólks sé fyrir hendi. Umræddur hjúkrunarfræðingur er Helga Jónsdóttir, sem ritaði stuttan pistil um málið í dag. Með pistlinum deilir Helga frétt Vísis frá því í dag, þar sem greint var frá því að starfsmenn Landspítala hefðu haldið til Austurríkis eftir að landlæknir gaf út tilmæli um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19. „Í fyrsta lagi fóru þessir hjúkrunarfræðingar og læknar til svæða sem ekki voru skilgreind sem hættusvæði á þeim tíma sem farið var. Það má vel vera að staðan hafi breyst seinna meir,“ skrifar Helga og bætir við að ekki hafi verið lagt bann við ferðum til annarra landa. Á mánudag gaf landlæknir út fréttatilkynningu um að skilgreindum áhættusvæðum í tengslum við útbreiðslu kórónuveirunnar hefði verið fjölgað. Meðal þeirra svæða sem bættust við lista yfir áhættusvæði vöru afmörkuð svæði í Austurríki, Sviss, Þýskalandi og Frakklandi. Umræddir heilbrigðisstarfsmenn fóru hins vegar á þessi svæði áður en svæðin voru skilgreind sem hættusvæði, en síðar var hættumatinu breytt og starfsfólkið fór því í sóttkví við heimkomu. „Í öðru lagi, ef landlækni, forstjóra Landspítala og fleirum var svona umhugað um að koma í veg fyrir smit heilbrigðisstarfsfólks þá hefði bara átt að setja ferðabann Á ALLA LANDSMENN STRAX! Fólk getur smitast hvar sem er, ERLENDIS OG HÉRLENDIS,“ skrifar Helga, en ekki hefur verið lagt bann við ferðalögum, hvorki heilbrigðisstarfsmanna né annarra. „Í þriðja lagi, þá finnst mér það alltaf jafn fáránlegt þegar verið er að setja þessar ógeðslega miklu kröfur á okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu þar sem við eigum bara að hunsa allt sem skiptir okkur máli til þess að fórna okkur fyrir alla hina sem bæði meta okkur ekki að verðleikum og/eða taka okkur af lífi fyrir það að standa aðeins í lappirnar og setja einhver mörk. Við erum fólk eins og allir aðrir sem eigum rétt á okkar persónulega lífi þegar við erum ekki að vinna og erum að reyna að gera okkar besta,“ skrifar Helga að lokum. Samkvæmt heimildum Vísis er Helga langt í frá eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem er þessarar skoðunar. Miklar umræður sköpuðust á Facebook-síðu hjúkrunarfræðinga í dag vegna málsins og var mörgum heitt í hamsi.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09 Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00 69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví 11. mars 2020 13:29 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Sjá meira
Óska eftir heilbrigðisstarfsfólki á útkallslista vegna veirunnar Heilbrigðisyfirvöld hérlendis hafa óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks úr hópi lækna, hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. 11. mars 2020 13:09
Starfsmenn Landspítala fóru til Austurríkis eftir tilmæli landlæknis um að heilbrigðisstarfsfólk færi ekki til útlanda Læknar og hjúkrunarfræðingar fóru í skíðaferð til Austurríkis eftir að landlæknir beindi þeim tilmælum til heilbrigðisstarfsfólks að fara ekki til útlanda vegna kórónuveirunnar. 11. mars 2020 12:00