Hvernig ég lærði um gosið í Vestmannaeyjum Matthildur Björnsdóttir skrifar 13. mars 2020 11:00 Það er eins og það hafi verið í gær. Ég bjó í smáíbúð í kjallara í Skipasundi 80 sem Albert heitinn Guðmundsson alþingismaður átti efri hæðirnar af, og sem hafði leigt þau húsakynni fyrir skóladagheimilið sem var rétt nýstofnað. Trúlega það fyrsta á Íslandi. Ég var barnshafandi, komin langt á leið og þetta var nokkuð snemma um morgunn. Svo hringdi dyrabjallan. Það var hún Hólmfríður sem var stjórnandi skóladagheimilisins uppi. Hún sagði mér frá gosinu sem hafði byrjað í Vestmannaeyjum. Hólmfríður spurði mig svo hvort hún mætti koma með krakkana niður til að sjá útsendinguna sem yrði um það í sjónvarpinu, og það var löngu áður en sjónvarpið var vant að koma á. Auðvitað sagði ég já, og þau komu öll niður blessuð börnin, og voru algerir englar í litlu stofunni minni, þar sem þau sátu á gólfinu í stofunni og horfðu dolfallin á það sem var á skjánum. Ég var í raun sjokkeruð að heyra um gosið, af því að ég hafði komið til Vestmannaeyja nokkrum árum áður til að heimsækja fjölskylduvini og gengið á það fjall í einni af þeim heimsóknum og átti alls ekki von á þessu, frekar en að nokkur annar í landinu hefði talið að slíkt myndi gerast. Ég hafði líka verið á tveim þjóðhátíðum þar. Þessi börn sem sátu á gólfinu í stofunni okkar væru rúmlega fimmtug í dag um 53 eða 54 ára gömul eða svo, og ég velti fyrir mér hvort þessi atburður hafi festst þeim í minni? Hvort þau muni eftir að hafa farið inn í stofu í kjallaranum á skóladagheimilinu til að sjá gosið. Ég tel Hólmfríði hafa verið mjög forsjála og rétt hugsandi að vilja fræða börnin um þetta gos, þar sem landið hefur svo mörg elfjöll sem enginn veit hvenær gætu byrjað að gjósa. Matthildur Björnsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Það er eins og það hafi verið í gær. Ég bjó í smáíbúð í kjallara í Skipasundi 80 sem Albert heitinn Guðmundsson alþingismaður átti efri hæðirnar af, og sem hafði leigt þau húsakynni fyrir skóladagheimilið sem var rétt nýstofnað. Trúlega það fyrsta á Íslandi. Ég var barnshafandi, komin langt á leið og þetta var nokkuð snemma um morgunn. Svo hringdi dyrabjallan. Það var hún Hólmfríður sem var stjórnandi skóladagheimilisins uppi. Hún sagði mér frá gosinu sem hafði byrjað í Vestmannaeyjum. Hólmfríður spurði mig svo hvort hún mætti koma með krakkana niður til að sjá útsendinguna sem yrði um það í sjónvarpinu, og það var löngu áður en sjónvarpið var vant að koma á. Auðvitað sagði ég já, og þau komu öll niður blessuð börnin, og voru algerir englar í litlu stofunni minni, þar sem þau sátu á gólfinu í stofunni og horfðu dolfallin á það sem var á skjánum. Ég var í raun sjokkeruð að heyra um gosið, af því að ég hafði komið til Vestmannaeyja nokkrum árum áður til að heimsækja fjölskylduvini og gengið á það fjall í einni af þeim heimsóknum og átti alls ekki von á þessu, frekar en að nokkur annar í landinu hefði talið að slíkt myndi gerast. Ég hafði líka verið á tveim þjóðhátíðum þar. Þessi börn sem sátu á gólfinu í stofunni okkar væru rúmlega fimmtug í dag um 53 eða 54 ára gömul eða svo, og ég velti fyrir mér hvort þessi atburður hafi festst þeim í minni? Hvort þau muni eftir að hafa farið inn í stofu í kjallaranum á skóladagheimilinu til að sjá gosið. Ég tel Hólmfríði hafa verið mjög forsjála og rétt hugsandi að vilja fræða börnin um þetta gos, þar sem landið hefur svo mörg elfjöll sem enginn veit hvenær gætu byrjað að gjósa. Matthildur Björnsdóttir
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun