Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 21:11 Tvö flug Icelandair eru áætluð til Kaupmannahafnar á morgun. Vísir/vilhelm Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Flug Icelandair til Danmerkur á morgun eru enn á áætlun, þrátt fyrir að landamærum landsins verði lokað á hádegi. Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. Utanríkisráðuneytið skoðar jafnframt hvaða áhrif lokunin mun koma til með að hafa á Íslendinga. Danir tilkynntu um það í kvöld að landamærum landsins yrði lokað á hádegi á morgun vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þá yrðu samgöngur til og frá landinu á láði, legi og í lofti takmarkaðar verulega. Samkvæmt vef Isavia eru tvö flug Icelandair til Kaupmannahafnar á áætlun á morgun 14. mars, klukkan 7:45 og 15:00. Ásdís Ýr Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir í samtali við Vísi að aðgerðir danskra stjórnvalda séu nýkomnar til og félagið sé að skoða hvaða áhrif þær muni hafa á ferðir þess. Eins og staðan er núna séu þó öll Kaupmannahafnarflug félagsins á morgun á áætlun. Icelandair bíði eftir frekari upplýsingum og fylgist með þróun mála. Staðan breytist dag frá degi María Mjöll Jónsdóttir deildarstjóri upplýsingamála hjá utanríkisráðuneytinu segir í samtali við Vísi að ráðuneytið sé nú að fara yfir fregnirnar frá Danmörku og kanna hvaða áhrif þær hafi á Íslendinga. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga og þeim verði miðlað áfram um leið og þær berist. „Við höfum sagt það áður að staðan breytist mjög hratt, dag frá degi og oft á dag og ráðstafanir erlendra stjórnvalda eru ófyrirsjáanlegar. En við bregðumst við eins hratt og við mögulega getum,“ segir María Mjöll. Þá hvetur borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins Íslendinga erlendis eindregið til þess að skrá sig í gagnagrunn borgaraþjónustunnar vegna kórónuveirunnar. „Og eins ef það lendir í vanda að hafa samband við okkur og við vinnum í því að greiða eins hratt og við getum úr þeim málum.“ Mörg ríki auk Danmerkur hafa gripið til þess að loka landamærum sínum í viðleitni til að hefta faraldur kórónuveirunnar. Pólland tilkynnti til að mynda um það í kvöld að erlendum farþegum yrði meinaður aðgangur inn í landið og þá gildir sambærilegt bann í Tékklandi. Í byrjun vikunnar tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á öll lönd innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Icelandair aflýsti í kjölfarið flugferðum sínum til Bandaríkjanna en ferðabannið er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna bannsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Icelandair Utanríkismál Fréttir af flugi Danmörk Tengdar fréttir Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Sjá meira
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21
Utanríkisráðherra segir ferðabann Bandaríkjastjórnar breyta mörgu í samskiptum ríkjanna Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur orðið við ósk Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um fund vegna banns Bandaríkjaforseta á flugi milli Íslands og Bandaríkjanna. 13. mars 2020 20:53
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52