Þróttur gæti verið farinn úr veirunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2020 14:36 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Nýja kórónuveiran virðist ekki jafnágeng nú og hún var fyrr í faraldrinum. Þróttur gæti verið úr henni, að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram í máli hans á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í bili nú síðdegis. Faraldurinn er mjög í rénun hér á landi og aðeins fáeinir einstaklingar hafa greinst með veiruna nú í maí. Inntur eftir því hver staðan væri í raun, hvort fleiri væru smitaðir en sýnatökur sýndu, kvaðst Þórólfur telja að veiran væri vissulega enn í samfélaginu. Einstaklingarnir sem greinst hafa upp á síðkastið væru hins vegar almennt ekki mikið veikir. Það gæti þýtt að þeir væru einfaldlega búnir með veiruveikindin, en þá gæti líka verið að þróttur sé farinn úr veirunni. Veiran virtist ekki jafnágeng og slæm nú og hún var. „Það er örugglega smit úti, það er lítið, og við erum fljót að finna það og beita viðeigandi ráðstöfunum,“ sagði Þórólfur. Þá væri ómögulegt að segja til um framhaldið. Það yrði til að mynda óvanalegt fyrir kórónuveiru að valda árstíðabundnum sýkingum líkt og í tilfelli inflúensu. Tæki þessi nýja kórónuveira upp á slíku væri það nýlunda. Þá benti Þórólfur á að SARS-veiran hefði dáið út og aðrar kórónuveirur sem valda kvefi væru meira viðloðandi. En aftur, þetta væri einfaldlega ekki vitað. Nú væri ráð að bíða og sjá hvað setur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00 „Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi. 20. maí 2020 15:43 Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Nýja kórónuveiran virðist ekki jafnágeng nú og hún var fyrr í faraldrinum. Þróttur gæti verið úr henni, að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þetta kom fram í máli hans á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í bili nú síðdegis. Faraldurinn er mjög í rénun hér á landi og aðeins fáeinir einstaklingar hafa greinst með veiruna nú í maí. Inntur eftir því hver staðan væri í raun, hvort fleiri væru smitaðir en sýnatökur sýndu, kvaðst Þórólfur telja að veiran væri vissulega enn í samfélaginu. Einstaklingarnir sem greinst hafa upp á síðkastið væru hins vegar almennt ekki mikið veikir. Það gæti þýtt að þeir væru einfaldlega búnir með veiruveikindin, en þá gæti líka verið að þróttur sé farinn úr veirunni. Veiran virtist ekki jafnágeng og slæm nú og hún var. „Það er örugglega smit úti, það er lítið, og við erum fljót að finna það og beita viðeigandi ráðstöfunum,“ sagði Þórólfur. Þá væri ómögulegt að segja til um framhaldið. Það yrði til að mynda óvanalegt fyrir kórónuveiru að valda árstíðabundnum sýkingum líkt og í tilfelli inflúensu. Tæki þessi nýja kórónuveira upp á slíku væri það nýlunda. Þá benti Þórólfur á að SARS-veiran hefði dáið út og aðrar kórónuveirur sem valda kvefi væru meira viðloðandi. En aftur, þetta væri einfaldlega ekki vitað. Nú væri ráð að bíða og sjá hvað setur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00 „Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi. 20. maí 2020 15:43 Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Sjá meira
Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05
Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00
„Miklu, miklu hraðar“ létt á aðgerðum hér Þórólfur Gunason sóttvarnalæknir segist hafa áhyggjur af því að landsmenn passi minna upp á sýkingarvarnir, svo sem handþvott og spritt, nú en þegar kórónuveirufaraldurinn var í miklum vexti. Víðir Reynisson segir að skipuleggjendur stórra viðburða í sumar verði að átta sig á ástandinu sem sé í gangi. 20. maí 2020 15:43
Sendingin frá Kína sem reyndist allt annað en hættulaus Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum Covid-19 hefur haft ótrúlega mikil áhrif á daglegt líf okkar allra. Þá hefur hún sett efnahag þjóðarinnar í algjört uppnám en þessi nýja veira sem á uppruna sinn í Kína lét ekki mikið yfir sér í fyrstu. 22. maí 2020 09:00