Þríeykið klökknaði undir ræðu Svandísar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2020 14:41 Þetta var tilfinningaþrungin stund. Vísir//Berghildur „Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. „Þvílík gæfa að hafa þetta fólk, umhyggja, fagmennska og öryggi. Allt sem við þurftum. Nákvæmlega það sem samfélagið þurfti,“ sagði Svandís sem afhenti Ölmu, Þórólfi og Víði blóm í tilefni þess að búið er að aflétta neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi „Á þessum degi vil ég afhenda ykkur dálítinn þakklætisvott fyrir ykkar einstaka framlag á sannarlega fordæmalausum tímum. Fyrir að mennta okkur, upplýsa okkur og þykja vænt um samfélagið. Takk fyrir ykkur, ég held við verðum að klappa fyrir þeim,“ sagði Svandís. Áður hafði hún stiklað á stóru yfir efni upplýsingafundanna og farið yfir þær áhyggjur sem þar hafi verið viðraðar. „Er hægt að nota þessa veirupinna frá Össuri? Þetta er kannski óvenjulegt en segir manni að maður eigi ekki að fá sér tígrisdýr á þessum tíma. Hvernig ber maður eiginlega fram Ishcgl. Við erum öll almannavarnir.“ Alltaf hafi landsmenn samt sem áður getað sótt öryggistilfinningu í viðmót þríeykisins. „Spenna í loftinu en samt öryggi. Þau brosa til hvers annars, þetta hlýtur að vera í lagi,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Í dag er mér efst í huga þakklæti og lotning gagnvart þessu fólki hér. Alma Möller landlæknir, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.“ Þetta var á meðal þess sem fram kom í ræðu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á síðasta upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirufaraldursins. Í ræðunni fór hún yfir árangur sem Ísland hefur náð í baráttunni gegn veirunni, ekki síst fyrir tilstillis þríeykisins svokallaða, sem fékk sérstakar þakkir frá Svandísi. Ekki var annað að sjá en að þríeykið hafi klökknað yfir ræðu Svandísar, þar sem ráðherra þakkaði þeim sérstaklega fyrir sitt framlag. „Þvílík gæfa að hafa þetta fólk, umhyggja, fagmennska og öryggi. Allt sem við þurftum. Nákvæmlega það sem samfélagið þurfti,“ sagði Svandís sem afhenti Ölmu, Þórólfi og Víði blóm í tilefni þess að búið er að aflétta neyðarstigi vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi „Á þessum degi vil ég afhenda ykkur dálítinn þakklætisvott fyrir ykkar einstaka framlag á sannarlega fordæmalausum tímum. Fyrir að mennta okkur, upplýsa okkur og þykja vænt um samfélagið. Takk fyrir ykkur, ég held við verðum að klappa fyrir þeim,“ sagði Svandís. Áður hafði hún stiklað á stóru yfir efni upplýsingafundanna og farið yfir þær áhyggjur sem þar hafi verið viðraðar. „Er hægt að nota þessa veirupinna frá Össuri? Þetta er kannski óvenjulegt en segir manni að maður eigi ekki að fá sér tígrisdýr á þessum tíma. Hvernig ber maður eiginlega fram Ishcgl. Við erum öll almannavarnir.“ Alltaf hafi landsmenn samt sem áður getað sótt öryggistilfinningu í viðmót þríeykisins. „Spenna í loftinu en samt öryggi. Þau brosa til hvers annars, þetta hlýtur að vera í lagi,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Almannavarnir Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent