Ung gráðug kona Kristjana Björk Barðdal skrifar 26. maí 2020 09:00 Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Kristjana Björk Barðdal Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Daglega stuða mig svo margir hlutir í samfélagi okkar sem halda mér við efnið, halda mér við jafnréttisbaráttuna. Ég vil að að næsta kynslóð alist upp í betri útgáfu af því samfélagi sem við ólumst upp í, og kyn okkar á ekki að breyta því hvaða tækifæri við fáum í lífinu. Á miklum tímamótum fyrir nokkrum árum settist ég niður með kollega mínum vegna þess að við vildum bæði sama hlutinn og vorum að fara yfir stöðu mála. Hann byrjar á því að segja mér hvað hann vill og ég hlusta, spennt að fá að segja frá mínu. Síðan kemur að mér, ég vil mjög svipaða hluti og hann og segi frá þeim. Mér hefur aldrei liðið jafn óþægilega og á meðan ég talaði og fylgdist með honum stara á mig agndofa. Um leið og ég hafði lokið mér af byrjaði hann að hrauna yfir allt sem ég hafði sagt. Ég hlustaði en það eina sem ég heyrði var setning sem hann endurtók aftur og aftur og aftur. Þú ert gráðug. Það versta við þetta allt saman var það að á þessum tímapunkti trúði ég því sem hann sagði og í hvert skipti sem ég geri eitthvað meira en ég er vön eða sækist eftir einhverju meiru bergmálar þetta í hausnum á mér. Engin kona á nokkurn tímann að trúa þessari setningu því við getum allt sem við viljum. Til þess að gera það þurfum við bakland og það er það sem félag ungra athafnakvenna er, skothelt bakland sem stendur með okkur öllum sama hvað og byggir félagskonur upp. Félagið skiptir miklu máli fyrir jafnréttisbaráttuna á Íslandi. Eftir alla viðburði á vegum félagsins líður manni eins og maður sé óstöðvandi og finn ég alltaf fyrir miklum stuðningi og mikilli hvatningu frá félagskonum. Þetta er eitthvað sem allar konur eiga að upplifa og þess vegna vil ég ná til enn fleiri kvenna á öllum aldri, allstaðar í samfélaginu. Ég vil hvetja konur til þess að gera það sem þær vilja hvort sem það er að mennta sig í iðngreinum, skara fram úr í íþróttum, líta út eins og þær vilja, sækjast eftir rétti sínum eða vera stoltar af því að vera þær sjálfar. Ég hlakka til áframhaldandi fjölbreyttra viðburða á næsta starfsári. Ég trúi því að viðburðir félagsins stuðli að vitundarvakningu og fræðslu frá mismunandi áttum ásamt því að taka á rauntíma umræðu samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Reboot Hack.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar