Rof í geðlæknismeðferðum vegna heimsfaraldursins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. maí 2020 14:35 Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Reykjavíkurborg Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði. Þá tóku margir geðlæknar sér frí á meðan samfélagssmit var sem mest. Talsvert var um að meðferð færi fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað en Óttar reiknar ekki með að sú breyting hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga. „Ef við tölum fyrst um bráðamótttöku geðsviðs þá fækkaði komum þangað og við höfum ekki orðið vör við mikla aðsókn eftir að samkomubanninu var aflétt þannig að við sjáum hvorki aukingu í komum á bráðamóttöku geðdeildar á meðan á faraldrinum stóð né eftir að honum linnti.“ Óttar bætir við að ákveðið rof hafi komið í meðferð sjúklinga á einkastofum þegar faraldurinn stóð sem hæst. „Vegna þess að margir hættu að vinna og mörgum var sinnt í gegnum síma og Zoom samtölum og þvíumlíkt en ég held það hafi ekki verið neinar alvarlegar afleiðingar af því.“ Margir skjólstæðingar hafi verið hræddir við að fara út, einkum eldra fólk. Samningaþóf við Sjúkratryggingar í fyrstu vegna meðferða í gegnum síma Óttar var spurður hvort nýtt fyrirkomulag á meðferð, til dæmis í gegnum fjarfundarbúnað eða síma hafi gengið upp gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. „Jú, eftir smá tíma og smá samningaþóf sem stóð nú ekki lengi. Það voru allir mjög viljugir að leysa þetta mál; ráðuneytið, ráðherra og Sjúkratryggingar Íslands. Þannig að þetta með símaþjónustuna var nú leyst og þeir sem voru mjög tæknivæddir tóku hana upp og það gekk ágætlega.“ Óttar segir, enn sem komið er, að hann geti ekki séð að faraldurinn hafi haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að talsvert hafi verið um afkomu-og heilsukvíða. „Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar sem voru mjög kvíðnir fyrir sem urðu kannski enn kvíðnari og þeir sem eru með heilsutengdan kvíða. Þetta fór mjög illa í þá en langflestir lifðu með þessu.“ Óttar segist vera ánægður með öfluga upplýsingagjöf þríeykisins svokallaða og stjórnvalda í faraldrinum. Daglegir upplýsingafundir og reglulegt stöðumat hafi eflt tiltrú almennings. „Þetta róaði þjóðina og gerði það að verkum að það var aldrei nein „panic“ gagnvart þessum faraldri.“ Lífsgæðakapphlaupið og samkeppnin ekki lífsnauðsynleg Óttar segir að heilt yfir hafi samfélagið aðlagast breyttum aðstæðum hratt og vel. Aðlögunin þurfi ekki eingöngu að vera neikvæð með tilliti til geðheilsu þótt vissulega séu margar neikvæðar hliðar á Covid-19. Hann segir að faraldurinn hafi fengið fólk til að staldra við, horfa inn á við og forangsraða betur þeim þáttum lífsins sem skiptir það máli. „Fólkið færist nær hvert öðru, talar meira saman og gerir meira saman. Það hefur líka áherslu á geðheilsuna. Fólk áttar sig á því hvað raunverulega er eftirsókn eftir vindi; allar þessar utanlandsferðir, golfferðir og borgarferðir. Það lifir bara ágætu lífi þó það fari ekki í þessar ferðir. Þetta endalausa hlaup og samkeppnisþjóðfélag er ekki lífsnauðsynlegt. Það er alveg hægt að slaka aðeins á. Þessir þættir breyta hugarfari og hefur áhrif á geðheilsu. Þetta er annars flókin staða og kannski verður ekki hægt að gera þetta upp fyrr en eftir svona tíu ár, ef engin önnur kreppa kemur upp á þessu tímabili.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Óttar Guðmundsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir að ákveðið rof hafi komið í geðlæknismeðferð sjúklinga þegar faraldurinn og takmarkanir honum tengdar stóðu sem hæst. Komum á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans fækkaði. Þá tóku margir geðlæknar sér frí á meðan samfélagssmit var sem mest. Talsvert var um að meðferð færi fram í gegnum síma eða fjarfundarbúnað en Óttar reiknar ekki með að sú breyting hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir sjúklinga. „Ef við tölum fyrst um bráðamótttöku geðsviðs þá fækkaði komum þangað og við höfum ekki orðið vör við mikla aðsókn eftir að samkomubanninu var aflétt þannig að við sjáum hvorki aukingu í komum á bráðamóttöku geðdeildar á meðan á faraldrinum stóð né eftir að honum linnti.“ Óttar bætir við að ákveðið rof hafi komið í meðferð sjúklinga á einkastofum þegar faraldurinn stóð sem hæst. „Vegna þess að margir hættu að vinna og mörgum var sinnt í gegnum síma og Zoom samtölum og þvíumlíkt en ég held það hafi ekki verið neinar alvarlegar afleiðingar af því.“ Margir skjólstæðingar hafi verið hræddir við að fara út, einkum eldra fólk. Samningaþóf við Sjúkratryggingar í fyrstu vegna meðferða í gegnum síma Óttar var spurður hvort nýtt fyrirkomulag á meðferð, til dæmis í gegnum fjarfundarbúnað eða síma hafi gengið upp gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. „Jú, eftir smá tíma og smá samningaþóf sem stóð nú ekki lengi. Það voru allir mjög viljugir að leysa þetta mál; ráðuneytið, ráðherra og Sjúkratryggingar Íslands. Þannig að þetta með símaþjónustuna var nú leyst og þeir sem voru mjög tæknivæddir tóku hana upp og það gekk ágætlega.“ Óttar segir, enn sem komið er, að hann geti ekki séð að faraldurinn hafi haft alvarlegar afleiðingar á geðheilsu þjóðarinnar þrátt fyrir að talsvert hafi verið um afkomu-og heilsukvíða. „Auðvitað eru ákveðnir einstaklingar sem voru mjög kvíðnir fyrir sem urðu kannski enn kvíðnari og þeir sem eru með heilsutengdan kvíða. Þetta fór mjög illa í þá en langflestir lifðu með þessu.“ Óttar segist vera ánægður með öfluga upplýsingagjöf þríeykisins svokallaða og stjórnvalda í faraldrinum. Daglegir upplýsingafundir og reglulegt stöðumat hafi eflt tiltrú almennings. „Þetta róaði þjóðina og gerði það að verkum að það var aldrei nein „panic“ gagnvart þessum faraldri.“ Lífsgæðakapphlaupið og samkeppnin ekki lífsnauðsynleg Óttar segir að heilt yfir hafi samfélagið aðlagast breyttum aðstæðum hratt og vel. Aðlögunin þurfi ekki eingöngu að vera neikvæð með tilliti til geðheilsu þótt vissulega séu margar neikvæðar hliðar á Covid-19. Hann segir að faraldurinn hafi fengið fólk til að staldra við, horfa inn á við og forangsraða betur þeim þáttum lífsins sem skiptir það máli. „Fólkið færist nær hvert öðru, talar meira saman og gerir meira saman. Það hefur líka áherslu á geðheilsuna. Fólk áttar sig á því hvað raunverulega er eftirsókn eftir vindi; allar þessar utanlandsferðir, golfferðir og borgarferðir. Það lifir bara ágætu lífi þó það fari ekki í þessar ferðir. Þetta endalausa hlaup og samkeppnisþjóðfélag er ekki lífsnauðsynlegt. Það er alveg hægt að slaka aðeins á. Þessir þættir breyta hugarfari og hefur áhrif á geðheilsu. Þetta er annars flókin staða og kannski verður ekki hægt að gera þetta upp fyrr en eftir svona tíu ár, ef engin önnur kreppa kemur upp á þessu tímabili.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Tengdar fréttir Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28 Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30 Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Meira en helmingur nemenda finnur fyrir depurð Samband íslenskra framhaldsskólanema sendu út könnun á alla framhaldsskóla landsins og var meðal annars spurt hvort nemendur finndu fyrir kvíða eða depurð. Samkvæmt niðurstöðum finna um 56 prósent nemenda fyrir depurð og um þriðjungur nemenda finnur fyrir kvíða. 17. maí 2020 18:28
Brýnt að allir hafi greiðan aðgang að geðheilbrigðisþjónustu, óháð efnahag Nú þegar sjúkraþjálfunarstofur hafa opnað aftur eftir rýmkun samkomubanns hafa biðlistar í sjúkraþjálfun almennt farið minnkandi. 13. maí 2020 08:30