Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 07:38 Ferðabannið hefur raskað verulega áætlunarflugi frá Evrópu. Vísir/EPA Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. Bannið nær einnig til allra þeirra sem hafa ferðast um eitthvert landanna 26 undanfarna fjórtán daga. Undanþegin banninu eru ríki sem standa utan Schengen-samstarfsins, þar á meðal Bretland og Írland, og bandarískir ríkisborgarar og þeir sem hafa þar varanlegt landvistarleyfi sem eru á leið heim til sín. Auk þess eru makar bandarískra borgara og þeirra sem þar eru búsettir, foreldrar þeirra og börn yngri en 21 árs undanþegin banninu. Flugvélum sem koma frá Evrópu verður stefnt til þrettán flugvalla í Bandaríkjunum. Farþegar verða skimaðir fyrir kórónuveiru og verða þeir sem koma frá ríkjunum 26 beðnir um að fara í heimasóttkví. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að flugfélagið ætli að halda áfram að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir bannið. Félagið skoði ítarlega áhrif ferðabannsins á áætlunarflugið til Bandaríkjanna. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar fyrir farþega sem eiga miða til Bandaríkjanna. Á vef Isavia kemur fram að fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til Orlando og Minneapolis síðdegis hafi verið aflýst. Ferðir til Washington-borgar, Chicago, New York, Boston og Seattle eru enn sagðar á áætlun. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ferðabanni Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þess í Washington-borg í næstu viku. Ferðabannið nær til eftirfarandi landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Ítalíu, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgals, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. Bannið nær einnig til allra þeirra sem hafa ferðast um eitthvert landanna 26 undanfarna fjórtán daga. Undanþegin banninu eru ríki sem standa utan Schengen-samstarfsins, þar á meðal Bretland og Írland, og bandarískir ríkisborgarar og þeir sem hafa þar varanlegt landvistarleyfi sem eru á leið heim til sín. Auk þess eru makar bandarískra borgara og þeirra sem þar eru búsettir, foreldrar þeirra og börn yngri en 21 árs undanþegin banninu. Flugvélum sem koma frá Evrópu verður stefnt til þrettán flugvalla í Bandaríkjunum. Farþegar verða skimaðir fyrir kórónuveiru og verða þeir sem koma frá ríkjunum 26 beðnir um að fara í heimasóttkví. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að flugfélagið ætli að halda áfram að fljúga til Bandaríkjanna þrátt fyrir bannið. Félagið skoði ítarlega áhrif ferðabannsins á áætlunarflugið til Bandaríkjanna. Á vefsíðunni er að finna upplýsingar fyrir farþega sem eiga miða til Bandaríkjanna. Á vef Isavia kemur fram að fyrirhuguðum flugferðum Icelandair til Orlando og Minneapolis síðdegis hafi verið aflýst. Ferðir til Washington-borgar, Chicago, New York, Boston og Seattle eru enn sagðar á áætlun. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt ferðabanni Bandaríkjastjórnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vegna þess í Washington-borg í næstu viku. Ferðabannið nær til eftirfarandi landa: Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Ítalíu, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgals, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Sviss. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira