„Hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn“ Anton Ingi Leifsson skrifar 27. maí 2020 08:00 Rúnar Kristinsson þjálfaði Guðmundur Andra Tryggvason í skamman tíma áður en hann fór til Start. vísir/bára/samsett Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það besta sem hafi komið fyrir sóknarmanninn Guðmund Andra Tryggvason hafi verið að semja við Start í lok ársins 2017 en Rúnar var ekki ánægður með framlag Guðmundar á æfingum KR-liðsins þar á undan. Rúnar var í viðtali hjá Hjörvari Hafliðasyni í hlaðvarpinu Dr. Football en þar ræddi Rúnar bæði um komandi tíma sem og liðna tíma hjá Íslandsmeisturunum. Þegar talið barst að ungum KR-ingum sem hafa komið í gegnum unglingastarfið bar nafn Guðmundar Andra á góma. „Hann æfði einn vetur hjá mér. Það vantaði fullt upp á karakterinn á þeim tíma. Svo fékk hann tækifæri til að fara út og hann fór út. Ég var ekki sáttur með hans framlag á æfingum þann veturinn. Ég er bara opinskár með það,“ sagði Rúnar en hann tók við KR-liðinu á nýjan leik haustið 2017 eftir að hafa þjálfað Lilleström og Lokeren. Hafliðason var snemma mikill aðdáandi Rúnar Kristinssonar. Hann er helvíti góður hérna. Ræðum örstutt þetta búninga fíaskó. Fer yfir KR-liðið, afhverju KR-ingar vilja vinna alla titla og svo yfir unglinastarf KR-inga sem sumir hafa gangrýnt.https://t.co/17cqO7A1Xp— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 26, 2020 Síðasta sumar snéri Guðmundur Andri aftur heim, þá að láni til Víkings, og varð bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri sló að margra mati í gegn á síðustu leiktíð og hans fyrrum þjálfari tók undir það. „Hann gerði það. Hann hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn. Ég ætla ekkert að tala illa um hann því hann er frábær fótboltamaður en hann þurfti að læra á þeim tíma og ég held að besta sem hann gerði var að fara til Start í Noregi. Það var frábært skref fyrir hann. Hann þurfti nýtt umhverfi. Hann lagði sig ekkert sérstaklega fram á þeim æfingum sem hann var hjá mér fannst mér og besta var að fara út. Hann komst út og hann hefur stigið stór skref síðan þá.“ Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, segir að það besta sem hafi komið fyrir sóknarmanninn Guðmund Andra Tryggvason hafi verið að semja við Start í lok ársins 2017 en Rúnar var ekki ánægður með framlag Guðmundar á æfingum KR-liðsins þar á undan. Rúnar var í viðtali hjá Hjörvari Hafliðasyni í hlaðvarpinu Dr. Football en þar ræddi Rúnar bæði um komandi tíma sem og liðna tíma hjá Íslandsmeisturunum. Þegar talið barst að ungum KR-ingum sem hafa komið í gegnum unglingastarfið bar nafn Guðmundar Andra á góma. „Hann æfði einn vetur hjá mér. Það vantaði fullt upp á karakterinn á þeim tíma. Svo fékk hann tækifæri til að fara út og hann fór út. Ég var ekki sáttur með hans framlag á æfingum þann veturinn. Ég er bara opinskár með það,“ sagði Rúnar en hann tók við KR-liðinu á nýjan leik haustið 2017 eftir að hafa þjálfað Lilleström og Lokeren. Hafliðason var snemma mikill aðdáandi Rúnar Kristinssonar. Hann er helvíti góður hérna. Ræðum örstutt þetta búninga fíaskó. Fer yfir KR-liðið, afhverju KR-ingar vilja vinna alla titla og svo yfir unglinastarf KR-inga sem sumir hafa gangrýnt.https://t.co/17cqO7A1Xp— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) May 26, 2020 Síðasta sumar snéri Guðmundur Andri aftur heim, þá að láni til Víkings, og varð bikarmeistari með liðinu. Guðmundur Andri sló að margra mati í gegn á síðustu leiktíð og hans fyrrum þjálfari tók undir það. „Hann gerði það. Hann hefði sennilega ekki spilað mínútu hjá mér miðað við hvernig hann hegðaði sér á þeim æfingum sem hann var hjá mér þennan veturinn. Ég ætla ekkert að tala illa um hann því hann er frábær fótboltamaður en hann þurfti að læra á þeim tíma og ég held að besta sem hann gerði var að fara til Start í Noregi. Það var frábært skref fyrir hann. Hann þurfti nýtt umhverfi. Hann lagði sig ekkert sérstaklega fram á þeim æfingum sem hann var hjá mér fannst mér og besta var að fara út. Hann komst út og hann hefur stigið stór skref síðan þá.“
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn KR Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Sjá meira