„Gott og hreinskiptið samtal“ sneri ekki ákvörðun Arion Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. maí 2020 07:00 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Vísir/Baldur Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir. Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar segist hafa átt „mjög gott og hreinskiptið“ samtal við Benedikt Gíslason, bankastjóra Arion banka, um lokun á útibúi bankans í bænum. Bæjarráð hótaði því að hætta viðskiptum sínum við Arion myndi bankinn ekki draga ákvörðun sína til baka, en lítið hefur breyst í þeim efnum. Arion greindi frá því í upphafi mánaðar að til stæði að loka útibúi bankans við Sunnumörk í Hveragerði og sameina það útibúinu á Selfossi. Hugmyndin fór öfugt ofan í bæjarráð Hveragerðisbæjar sem setti lokun útibúsins efst á dagskrá fundar síns 7. maí. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ sagði í lok bókunar bæjarráðsins. Þjónustufulltrúar á dvalarheimilið Núna, 22 dögum síðar, er staðan óbreytt. Útibúið hefur verið lokað síðan 26. mars þegar Arion lokaði öllum útibúum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum stendur ekki til að opna það aftur. „Áfram verður hraðbanki á staðnum þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta m.a. tekið út og lagt inn seðla, greitt reikninga og millifært. Við erum að vinna í því að finna hraðbankanum nýja staðsetningu þannig að hann geti verið aðgengilegur allan sólarhringinn alla daga vikunnar. Einnig er stefnt að því að starfsfólk Arion banka muni verða með vikulegar þjónustuheimsóknir á dvalarheimilið á meðan þörf krefur,“ segir í svari Arion til fréttastofu. Heldur í vonina Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, segist ennþá vona að forsvarsmenn bankans taki tillit til þeirra sjónarmiða sem Hvergerðingar hafi sett fram. Hún hafi þannig átt „mjög gott og hreinskiptið samtal“ við bankastjóra Arion þar sem þau ræddu meðal annars um mikilvægi þeirrar þjónustu sem útibúið veitti í bæjarfélaginu. „Hér í Hveragerði er rekið stórt dvalar og hjúkrunarheimili auk þess sem hlutfall eldra fólks sem búsett er í Hveragerði er óvenju hátt á landsvísu. Mikill fjöldi ferðamanna fer hér um daglega auk þess sem fyrirtæki í bænum hafa reitt sig á þessa þjónustu,“ segir Aldís. Útibúið hafi þannig veitt þessum hópum mikilvæga þjónustu - „og það er alveg ljóst að standi forsvarsmenn Arion banka við þessi áform mun það hafa veruleg áhrif til skerðingar lífsgæða fyrir ákveðinn hóp fólks,“ segir Aldís. Engin útibú í bænum Hveragerðisbær hefur þó ekki ennþá valið sér nýjan viðskiptabanka, þó svo að Arion hafi ekki breytt ákvörðun sinni. Hvorki Landsbankinn né Íslandsbanki eru með útibú í Hveragerði. Sem fyrr segir vonar Aldís að Arion sjái að sér. „Það mun valda okkur miklum vonbrigðum ef að fyrirtæki eins og Arion sér sér ekki fært að halda úti afgreiðslu í tæplega 3.000 manna samfélagi og ljúki þannig með þeim hætti áratuga dyggu þjónustusambandi við Hvergerðinga,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir.
Hveragerði Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10 Mest lesið „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum 8. maí 2020 11:10