Telja ráðgjafa Johnson hafa brotið reglur en aðhafast ekkert Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 13:20 Miklar deilur hafa staðið yfir á Bretlandi um ákvörðun Dominics Cummings um að keyra um 400 kílómetra frá London þegar hann og kona hans sýndu einkenni Covid-19 og í gildi voru reglur um að fólk héldi sig sem mest heima. AP/Victoria Jones Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. Mál Cummings hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hundruð kílómetra frá London til heimilis foreldra sinna í Durham þegar eiginkona hans var með einkenni Covid-19 og fyrirmæli yfirvalda kváðu á um að fólk ætti að halda sig heima. Johnson og fleiri íhaldsmenn hafa komið Cummings til varnar en sjálfur hefur ráðgjafinn hafnað öllum kröfum um að hann segi af sér. Einn ráðherra í ríkisstjórninni sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði ekki rekið Cummings. Mál hans hefur vakið upp spurningar um hvort að aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en almenning. Nú hefur lögreglan í Durham komist að þeirri niðurstöðu að Cummings „kunni“ að hafa brotið gegn sóttvarnareglum þegar hann ferðaðist tugi kílómetra frá heimili foreldra sinna í Durham í Barnard-kastala. Hefði lögreglumaður stöðvað Cummings á ferð sinni hefði hann að líkindum bent honum á að snúa aftur til Durham. Lögreglan taldi Cummings ekki hafa brotið reglurnar þegar hann ferðaðist upphaflega frá London til Durham. Ekki verði gripið til frekari aðgerða gegn Cummings. Lögreglan hafi ákveðið að framfylgja ekki reglunum afturvirkt og ef hún gerði það í máli Cummings sætti hann annarri meðferð en almennir borgarar, að því er kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði að Johnson teldi að Cummings hefði hagað sér á skynsamlegan hátt og að hann teldi málinu lokið. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mögulegum brotum Cummings hafa verið nokkur önnur en þegar Neil Ferguson, einn af ráðgjöfum ríkisstjórnarinnar um kórónuveirufaraldurinn, varð uppvís að því að leyfa kærustu sinni að koma í heimsókn til sín og brjóta þannig fyrirmælin um að fólk héldi sig heima. Ferguson viðurkenndi mistök og sagði af sér. Þá taldi Matt Hancock, heilbrigðisráðherrann, að lögreglan ætti að rannsaka Ferguson. Lögreglan aðhafðist ekkert gegn Ferguson. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Breska lögreglan telur að Dominic Cummings, einn nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra, gæti hafi gerst sekur um „minniháttar“ brot á fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima vegna kórónuveirufaraldursins. Hún ætlar þó ekkert að aðhafast í málinu. Mál Cummings hefur valdið miklu fjaðrafoki eftir að í ljós kom að hann ferðaðist hundruð kílómetra frá London til heimilis foreldra sinna í Durham þegar eiginkona hans var með einkenni Covid-19 og fyrirmæli yfirvalda kváðu á um að fólk ætti að halda sig heima. Johnson og fleiri íhaldsmenn hafa komið Cummings til varnar en sjálfur hefur ráðgjafinn hafnað öllum kröfum um að hann segi af sér. Einn ráðherra í ríkisstjórninni sagði af sér vegna óánægju með að Johnson hefði ekki rekið Cummings. Mál hans hefur vakið upp spurningar um hvort að aðrar reglur gildi fyrir æðstu ráðamenn en almenning. Nú hefur lögreglan í Durham komist að þeirri niðurstöðu að Cummings „kunni“ að hafa brotið gegn sóttvarnareglum þegar hann ferðaðist tugi kílómetra frá heimili foreldra sinna í Durham í Barnard-kastala. Hefði lögreglumaður stöðvað Cummings á ferð sinni hefði hann að líkindum bent honum á að snúa aftur til Durham. Lögreglan taldi Cummings ekki hafa brotið reglurnar þegar hann ferðaðist upphaflega frá London til Durham. Ekki verði gripið til frekari aðgerða gegn Cummings. Lögreglan hafi ákveðið að framfylgja ekki reglunum afturvirkt og ef hún gerði það í máli Cummings sætti hann annarri meðferð en almennir borgarar, að því er kemur fram hjá breska ríkisútvarpinu BBC. Talsmaður forsætisráðuneytisins sagði að Johnson teldi að Cummings hefði hagað sér á skynsamlegan hátt og að hann teldi málinu lokið. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við mögulegum brotum Cummings hafa verið nokkur önnur en þegar Neil Ferguson, einn af ráðgjöfum ríkisstjórnarinnar um kórónuveirufaraldurinn, varð uppvís að því að leyfa kærustu sinni að koma í heimsókn til sín og brjóta þannig fyrirmælin um að fólk héldi sig heima. Ferguson viðurkenndi mistök og sagði af sér. Þá taldi Matt Hancock, heilbrigðisráðherrann, að lögreglan ætti að rannsaka Ferguson. Lögreglan aðhafðist ekkert gegn Ferguson.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11 Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20 Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Sjá meira
Manntjónið á Bretlandi nálgast verstu spár stjórnvalda Tala látinna í kórónuveirufaraldrinum í Bretlandi er nú komin yfir 47.000 og nálgast svartsýnustu spár stjórnvalda. Aðstoðarráðherra í málefnum Skotlands sagði af sér í dag vegna viðbragða ríkisstjórnarinnar við uppljóstrunum um að nánasti ráðgjafi Boris Johnson forsætisráðherra hefði brotið gegn fyrirmælum yfirvalda um að fólk héldi sig heima. 26. maí 2020 11:11
Ráðgjafi Johnsons segist ekki sjá eftir neinu Dominic Cummings, helsti ráðgjafi forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að um fjögur hundruð kílómetra langt ferðalag sitt, sem sagt er í trássi við kórónuveirutakmarkanir, hafi verið hugsað til þess að vernda fjölskyldu sína. 25. maí 2020 17:20
Segja Cummings hafa farið oftar frá Lundúnum Breski stjórnmálaráðgjafinn Dominic Cummings, sem gegnt hefur stöðu ráðgjafa Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands í tæplega eitt ár, stendur nú frammi fyrir nýjum ásökunum um að hafa virt ferðabann stjórnvalda vegna faraldursins að vettugi. 24. maí 2020 10:59