Ferðaviljinn - ætla þeir að koma? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 28. maí 2020 16:00 Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Orðið „ferðavilji“ er eitt mest notaða orðið í vangaveltum um framtíð ferðaþjónustunnar. Ferðavilji er auk nokkurra annarra þátta ein meginforsenda þess að líf færist í ferðaþjónustu bæði hér á landi og annars staðar. Þetta orð er ekki glænýtt, eins og mörg orð sem tengjast kórónuveirufaraldrinum. Elstu heimildir um notkun þess eru frá árinu 2010 - en notkun orðsins upp á síðkastið hefur margfaldast. Þýðing þess liggur í orðinu sjálfu, það er vilji fólks til að ferðast. Líklegt má telja að flestir hafi haft eindreginn ferðavilja þangað til kórónuveiran lamaði heimsbyggðina snemma á þessu ári, enda ferðalög orðinn einn mikilvægasti þáttur í neyslu fólks í þróuðum ríkjum á heimsvísu. Ferðavilji mun gegna lykilhlutverki Ferðavilji, eins og við skiljum hann í dag, getur flokkast í mismunandi þætti, svo sem ferðavilja til innanlandsferðalaga, til ferðalaga á milli landa og eftir því hvaða samgöngutæki eru notuð til ferðarinnar. Ferðavilji er einnig mjög einstaklingsbundinn. Hann getur ákvarðast af þjóðerni, fyrirhuguðum áfangastað, fjárhagsstöðu, fjölskyldustöðu, aldri, menntun, almennu heilsufari og persónuleikaeinkennum. Ekki hefur gefist tóm til að rannsaka almennan ferðavilja fólks nú þegar kórónuveirufaraldurinn er víða í rénun og flest lönd í Evrópu eru að slaka á klónni hvað varðar ferðaviðvaranir og lokun landamæra. Þó er ljóst að hann mun gegna lykilhlutverki við endurræsingu ferðaþjónustunnar og auðvitað af hluta til mótast af framboði flugsamgangna, upplýsingaflæði, flækjustigi í kringum ferðalög, sóttvarnarreglum sem gilda í hverju landi, öryggisáætlunum flugvalla og ferðaþjónustufyrirtækja auk stöðunnar í faraldsfræði veirunnar bæði í heimalandinu og á áfangastað. „Ég get ekki beðið!“ Svo virðist að ferðaviljinn sé til staðar hjá mörgum, alls ekki hjá sumum og svo er þriðji hópurinn tvístígandi. Hér eru nokkur raunveruleg og glæný dæmi úr Facebook-hópi Íslandsáhugafólks á þýskumælandi svæðum Evrópu: „Ég skil ekki hvernig fólk getur hugsað sér að setjast upp í flugvél til að fara í frí!“ „Ég er búinn að líma íslenska fánann á bílinn minn og ætla með ferjunni til Íslands um miðjan júlí. Ég er bjartsýnn á að það gangi eftir.“ „Hvernig er með tryggingar ef ég greinist með smit á Íslandi og verð að fara í sóttkví eða á sjúkrahús á Íslandi?“ „Það sem ég velti mest fyrir mér, er hvort ferðamenn verði yfir höfuð velkomnir á Íslandi í júní og júlí?“ „Ég vona innilega að þann 23. júní muni ég sitja í flugvélinni á leiðinni til Íslands!” „Ef einver þjóð ræður við að taka sýni og annað vesen við landamærin, þá eru það Íslendingar.“ „Mér finnst tilhugsunin um að sitja í einni kös í flugvél og fara svo í prufu á flugvellinum hræðileg.“ „Við eigum pantað flug til Íslands þann 15.júní. Ef það verður flogið, þá förum við. Ég get ekki beðið!“ Skýrar upplýsingar þurfa að liggja fyrir Við höfum einblínt undanfarið á mikilvægi opnun landamæra og samgangna til landsins, sem eru auðvitað lykilatriði. Við þurfum hins vegar að velta ferðaviljanum meira fyrir okkur og hafa í huga, hvernig við getum aukið hann hjá okkar helstu markhópum. Þar eru réttar, greinargóðar og samræmdar upplýsingar og miðlun þeirra til væntanlegra ferðamanna gríðarlega mikilvægar. Það er nauðsynlegt til að byggja upp traust - sem sennilega hefur aldrei gegnt stærra hlutverki en á þessum tímum. Ferðamenn þurfa að vita hver raunveruleg staða okkar er. Hvaða regluverk gildir varðandi ferðir þeirra til og frá landinu og um landið. Hvernig við sem þjóð högum okkar sóttvörnum og til hvaða sóttvarnarráðstafana ferðaþjónustufyrirtæki ætla að grípa. Þeir þurfa að vita nákvæmlega með hvaða kostnaði þeir þurfa að reikna, annað hvort við skimun, sóttkví eða einangrun vegna smits. Þeir þurfa að fá upplýsingar um smitrakningarforritið og hvernig það virkar. Það er langt frá því sjálfsagt hjá öllum þjóðum að veita aðgang að persónuupplýsingum sínum. Þeir þurfa að þekkja samfélagssáttmálann okkar og hvernig við ætlum að leysa úr atvikum sem munu koma upp. Hver dagur telur Þessar upplýsingar auk fyrirhugaðrar ímyndarherferðar fyrir íslenska ferðaþjónustu, þar sem við miðlum því að Ísland sé svo sannarlega öruggur staður til að vera á, geta án nokkurs vafa að minnsta kosti komið þeim tvístígandi inn í hóp þeirra ferðaviljugu. Hver dagur sem líður án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir minnka líkur á að ferðavilji til Íslandsferða aukist og það kvarnast úr þeim hópi þar að auki. Því þurfum við að leggja ofuráherslu á og leggja nótt við dag, til að svara þeim spurningum sem brenna á bæði ferðaþjónustufyrirtækjum og ferðamönnum. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun