Jón Axel fremstur allra Villikatta Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2020 21:00 Jón Axel Guðmundsson fór á kostum sem leikmaður Davidson Wildcats. VÍSIR/GETTY Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson hlaut mikla viðurkenningu í dag þegar hann var valinn íþróttamaður ársins í Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum. Skólinn teflir auðvitað fram íþróttafólki í ýmsum greinum, undir heitinu Davidson Wildcats, en frammistaða Jóns Axels á lokatímabili hans með körfuboltaliðinu stóð upp úr hvað karlkyns fulltrúa skólans varðar. Jón Axel kveður Davidson sem einn af merkustu leikmönnum í sögu körfuboltaliðsins en á tíma sínum hjá skólanum var hann til að mynda valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 riðlinum í fyrra. Hann er eini leikmaður í sögu Davidson sem náð hefur yfir 1.000 stigum, 500 fráköstum og 500 stoðsendingum, og er í hópi tíu stigahæstu leikmanna í sögu skólans. The 2019-20 Male Athlete of the Year will go down as one of the most decorated players in school history. This year's winner is... #aCATemyAwards pic.twitter.com/iPTjgm3RAY— Davidson Athletics (@DavidsonWildcat) May 29, 2020 Jón Axel freistar þess nú að komast að hjá liði í sjálfri NBA-deildinni. Hann greindi frá því í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í vikunni að hann hefði rætt við fimm lið og ætti eftir að ræða við að minnsta kosti önnur þrjú. „Ég er búinn að tala við Charlotte Hornets, Cleveland Cavaliers, Utah Jazz, Phoenix Suns og Milwaukee Bucks,“ sagði Jón Axel og kvaðst eiga eftir að ræða við Miami Heat, Sacramento Kings og Golden State Warriors, auk væntanlega fleiri liða. Vegna kórónuveirufaraldursins er óvíst hvenær að nýliðavalið í NBA verður en til stendur að það fari fram í júlí. Það gæti þó dregist fram í september, sagði Jón Axel við Morgunblaðið. Körfubolti NBA Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Axel búinn að tala við fimm NBA-lið og á eftir að tala við Golden State Jón Axel Guðmundsson hefur meðal annars talað við fulltrúa frá Utah Jazz og Milwaukee Bucks en hann er á leið í nýliðaval NBA. 28. maí 2020 10:30 Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA-deildarinnar Ísland mun eiga sinn fulltrúa þegar nýliðaval NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Brooklyn í sumar 31. mars 2020 11:00 Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. 7. mars 2020 11:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Jón Axel Guðmundsson hlaut mikla viðurkenningu í dag þegar hann var valinn íþróttamaður ársins í Davidson-háskólanum í Bandaríkjunum. Skólinn teflir auðvitað fram íþróttafólki í ýmsum greinum, undir heitinu Davidson Wildcats, en frammistaða Jóns Axels á lokatímabili hans með körfuboltaliðinu stóð upp úr hvað karlkyns fulltrúa skólans varðar. Jón Axel kveður Davidson sem einn af merkustu leikmönnum í sögu körfuboltaliðsins en á tíma sínum hjá skólanum var hann til að mynda valinn leikmaður ársins í Atlantic 10 riðlinum í fyrra. Hann er eini leikmaður í sögu Davidson sem náð hefur yfir 1.000 stigum, 500 fráköstum og 500 stoðsendingum, og er í hópi tíu stigahæstu leikmanna í sögu skólans. The 2019-20 Male Athlete of the Year will go down as one of the most decorated players in school history. This year's winner is... #aCATemyAwards pic.twitter.com/iPTjgm3RAY— Davidson Athletics (@DavidsonWildcat) May 29, 2020 Jón Axel freistar þess nú að komast að hjá liði í sjálfri NBA-deildinni. Hann greindi frá því í viðtali við Kristján Jónsson í Morgunblaðinu í vikunni að hann hefði rætt við fimm lið og ætti eftir að ræða við að minnsta kosti önnur þrjú. „Ég er búinn að tala við Charlotte Hornets, Cleveland Cavaliers, Utah Jazz, Phoenix Suns og Milwaukee Bucks,“ sagði Jón Axel og kvaðst eiga eftir að ræða við Miami Heat, Sacramento Kings og Golden State Warriors, auk væntanlega fleiri liða. Vegna kórónuveirufaraldursins er óvíst hvenær að nýliðavalið í NBA verður en til stendur að það fari fram í júlí. Það gæti þó dregist fram í september, sagði Jón Axel við Morgunblaðið.
Körfubolti NBA Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jón Axel búinn að tala við fimm NBA-lið og á eftir að tala við Golden State Jón Axel Guðmundsson hefur meðal annars talað við fulltrúa frá Utah Jazz og Milwaukee Bucks en hann er á leið í nýliðaval NBA. 28. maí 2020 10:30 Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA-deildarinnar Ísland mun eiga sinn fulltrúa þegar nýliðaval NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Brooklyn í sumar 31. mars 2020 11:00 Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. 7. mars 2020 11:00 Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Jón Axel búinn að tala við fimm NBA-lið og á eftir að tala við Golden State Jón Axel Guðmundsson hefur meðal annars talað við fulltrúa frá Utah Jazz og Milwaukee Bucks en hann er á leið í nýliðaval NBA. 28. maí 2020 10:30
Jón Axel ætlar í nýliðaval NBA-deildarinnar Ísland mun eiga sinn fulltrúa þegar nýliðaval NBA deildarinnar í körfubolta fer fram í Brooklyn í sumar 31. mars 2020 11:00
Jón Axel kvaddi með viðeigandi hætti Jón Axel Guðmundsson var kvaddur með virktum eftir að hafa átt enn einn góða leikinn fyrir Davidson Wildcats í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær. 7. mars 2020 11:00