Veðurstofan hyggst mæta óskum bæjarfélaga um „betri“ veðurspár Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2020 21:06 Árni Snorrason veðurstofustjóri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Það er alkunna að Íslendingar vilja ferðast eftir veðrinu og nú þegar stefnir í að þjóðin ætli að ferðast innanlands í sumar hefur aldrei verið mikilvægara fyrir hagsmunaaðila að fá góða veðurspá. Veðurstofan hyggst koma til móts við þessar óskir, - þó ekki með því með því að spá alltaf veðurblíðu heldur með nákvæmari veðurspám fyrir bæjarfélög landsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Við sögðum á Vísi á dögunum frá óánægju íbúa á Hólmavík með að aðalspákort Veðurstofunnar fyrir Strandir sýndi í raun veðrið í 400 metra hæð á Steingrímsfjarðarheiði en ekki á Hólmavík og þar gæti munað heilum tíu gráðum í hita. Sjá hér: Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði Árni Snorrason veðurstofustjóri segir Hólmvíkinga hafa nokkuð til síns máls. „Á landskortinu okkar þá er Steingrímsfjarðarheiði sýnd og það er náttúrlega ákaflega óhagfellt á sumrin. En kannski á veturna er það betra. En hins vegar á landshlutakortinu, þá er Hólmavík sýnd. En við erum alltaf að reyna að bæta þetta og erum í samskiptum við Hólmvíkinga um þetta og vonandi finnum við góða lausn á þessu.“ Frá Hólmavík við Steingrímsfjörð. Mynd/Vísir. Hann segir Veðurstofuna þó þurfa að lúta alþjóðlegum stöðlum um að nærumhverfi trufli ekki mælingar. Þannig hafi stöðin á Kirkjubæjarklaustri verið færð þegar trjálundur var farinn að gefa of mikið skjól. „Við þekkjum þetta víðar, eins og frá Egilsstöðum. Þar erum við núna að mæla á flugvellinum,“ segir veðurstofustjóri, en það þýðir að meiri vindur mælist þar en ef stöðin væri inni í bænum, umgirt trjágróðri. Vestmannaeyingar vilja sýna aðra mynd en veðrið á Stórhöfða. „Það má ekki gleyma því að þessar veðurstöðvar voru ekki síst fyrir sjófarendur og fyrir sjómenn, meðal annars í Vestmannaeyjum. En það er engin launung að þar er gríðarlegur munur á veðri. Það hefur verið lagað í samvinnu við heimamenn.“ Ísfirðingar spyrja hversvegna aðalstöðin á norðanverðum Vestfjörðum sé Bolungarvík en Árni segir Alþjóðaflugmálastofnunina í samstarfi um þá stöð og greiða fyrir hana. „Það val var algerlega grundvallað á flugvellinum á Ísafirði, aðflugsskilyrðum þar.“ En Veðurstofan hyggst bæta úr með því að bjóða upp á svipaða framsetningu og norska stöðin yr.no þar sem menn geti séð spá fyrir hverja sveit og jafnvel einstök hverfi á Reykjavíkursvæðinu. „Vonandi fer það í loftið á næstu - ég vil kannski ekki segja á næstu mánuðum, en næstu einu til tveimur misserum – þar sem menn sjá í rauninni okkar besta mat á veðri á sem flestum punktum á landinu, þar með öllum sveitarfélögum,“ segir Árni Snorrason veðurstofustjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Strandabyggð Skaftárhreppur Fljótsdalshérað Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Bolungarvík Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Veður Tengdar fréttir Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Sjá meira
Ósátt við að Strandaveðrið sé sýnt á Steingrímsfjarðarheiði „Það er mjög mikil óánægja með að Steingrímsfjarðarheiði skuli vera notuð sem spásvæði fyrir Strandir því það gefur kolranga mynd af veðrinu. Það getur munað alveg upp í 10 gráðum á Hólmavík og Steingrímsfjarðarheiði í sumum tilfellum,“ segir íbúi á Hólmavík. 22. maí 2020 17:17