Ítalir sætta sig ekki við útskúfun vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 12:55 Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza. EPA/FABIO MUZZI Ekki má koma fram við Ítalíu eins og nýlendu fyrir holdsveika. Þetta segir Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, og heitir hann því að Ítalir muni taka vel á móti ferðamönnum í sumar. Í sama mund varaði hann önnur ríki Evrópu við að meina Ítölum aðgang vegna Covid-19. Mörg Evrópuríki eru nú að opna landamæri sín á varkárinn máta þar sem nýju kórónuveiran virðist víðast hvar á undanhaldi. Ítalir ætla að opna landamæri sín fyrir ferðamönnum þann 15. júní. Forsvarsmenn einhverra ríkja hafa þó meinað borgurum ríkja sem urðu hvað verst úti í faraldrinum. Þar á meðal er Ítalía. Til að mynda tilkynntu yfirvöld Grikklands í gær að landamæri ríkisins yrðu opnuð fólki frá 29 löndum. Bretar, Spánverjar og Ítalir mega þó ekki ferðast til Grikklands. Ítalía situr í þriðja sæti ríkja þar sem flestir hafa dáið vegna veirunnar, svo vitað sé, eða minnst 33.229 manns. Smituðum hefur þó fækkað stöðugt í þessum mánuði og er verið að draga úr félagsforðun þar. Til stendur að fella niður allar takmarkanir á ferðalögum milli mismunandi landshluta Ítalíu þann 3. júní. Í yfirlýsingu á Facebook sagði Di Maio að ef ríki Evrópu ætluðu sér að mismuna ríkjum væri andi heimsálfunnar tapaður. Hann sagði að Ítalir myndu ekki sætta sig við útskúfun. „Ef einhver heldur að þeir geti komið fram við okkur sem holdsveikinýlendu, ættu þeir að vita við munum ekki sætta okkur við það.“ Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Ekki má koma fram við Ítalíu eins og nýlendu fyrir holdsveika. Þetta segir Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, og heitir hann því að Ítalir muni taka vel á móti ferðamönnum í sumar. Í sama mund varaði hann önnur ríki Evrópu við að meina Ítölum aðgang vegna Covid-19. Mörg Evrópuríki eru nú að opna landamæri sín á varkárinn máta þar sem nýju kórónuveiran virðist víðast hvar á undanhaldi. Ítalir ætla að opna landamæri sín fyrir ferðamönnum þann 15. júní. Forsvarsmenn einhverra ríkja hafa þó meinað borgurum ríkja sem urðu hvað verst úti í faraldrinum. Þar á meðal er Ítalía. Til að mynda tilkynntu yfirvöld Grikklands í gær að landamæri ríkisins yrðu opnuð fólki frá 29 löndum. Bretar, Spánverjar og Ítalir mega þó ekki ferðast til Grikklands. Ítalía situr í þriðja sæti ríkja þar sem flestir hafa dáið vegna veirunnar, svo vitað sé, eða minnst 33.229 manns. Smituðum hefur þó fækkað stöðugt í þessum mánuði og er verið að draga úr félagsforðun þar. Til stendur að fella niður allar takmarkanir á ferðalögum milli mismunandi landshluta Ítalíu þann 3. júní. Í yfirlýsingu á Facebook sagði Di Maio að ef ríki Evrópu ætluðu sér að mismuna ríkjum væri andi heimsálfunnar tapaður. Hann sagði að Ítalir myndu ekki sætta sig við útskúfun. „Ef einhver heldur að þeir geti komið fram við okkur sem holdsveikinýlendu, ættu þeir að vita við munum ekki sætta okkur við það.“
Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Mildari spá í kortunum Veður Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira