Netverjar kvarta undan akstri á göngugötum: „Hún hló að mér og sagði að það væri sko allt opið“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 15:35 Hluta Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs hefur nú verið breytt í varanlegar göngugötur. Vísir/Vilhelm Illa hefur gengið síðustu daga að tryggja að göngugötur í miðborginni haldist göngugötur. Í síðustu viku voru sett upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á að hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs sé nú orðinn að varanlegum göngugötum. Netverjar hafa margir vakið athygli á því að ökumenn hafi ekki virt þessar reglur og hafi jafnvel reynt að keyra á gangandi vegfarendur á göngugötunum. Gangandi vegfarendur fari ekki út á götuna því það sé svo mikil bílaumferð á göngugötunni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við fréttastofuna að hún hafi orðið vör við hve erfiðlega hafi gengið að halda götunum sem göngugötum. „Það sem við höfum séð er að ökumenn eru ekki að virða umferðarmerkingar og umferðarlögin. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að í okkar samfélagi sé staðan þannig að fólk virði ekki lögin og að fólk keyri á götu bara af því það er gata.“ Umferðarlögum var breytt nú um áramótin en í þeim felst að ökumenn sem eru með „p-merkta“ bíla geti keyrt á þessum göngugötum. Á Íslandi eru um átta þúsund bílar með þannig merkingu og segir Sigurborg mjög erfitt að framfylgja þessum umferðarlögum þar sem göturnar eru enn opnar og auðvelt fyrir ökumenn að keyra eftir götunum. „Það sem við getum gert er að skilta og gefa til kynna að ökumaður eigi ekki að keyra þarna inn.“ Þá segir hún líklegt að ráðist verði í úrbætur á göngugötunum, þangað verði settir blómapottar og bekkir til að gefa til kynna að ekki eigi að aka á götunum. „Ef það dugir ekki þá þarf að fara í frekari framkvæmdir,“ segir Sigurborg. „Rétt í þessu var ég að labba niður Skólavörðustíginn og það kom bíll, keyrði svona hálfum meter á eftir mér. Þegar ég hélt áfram að ganga Laugaveginn kallaði hún á mig að ég væri að labba á götunni. Ég sagði henni vingjarnlega að þetta væri göngugata,“ skrifar Nanna Hermannsdóttir á Twitter. „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið,“ bætir Nanna við. Það má með sanni segja að Twitter logi þessa stundina með reynslusögum fólks sem lesa má hér að neðan. Ég er, því miður, at it again "Sæll þetta er göngugata""Nei""...jú""Nei""Jú jú, það er skilti þarna sem þú keyrðir framhjá""Nei""Jú, og annað á næstu gatnamótum""Síðan hvenær?""Síðustu viku eða e-ð""Já ok""Getur beygt til vinstri næst""Geri það"Hann gerði það ekki pic.twitter.com/7wTSrjtGlq— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 31, 2020 Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Gangandi vegfarendur fara ekki út á götuna því það er svo mikil bílaumferð á GÖNGUGÖTUNNI.Ég er brjáluð og ég skil ekki afhverju löggan plantar sér ekki þarna í nokkra daga og sektar. Það ætti ekki að þurfa meira til. 3/3@logreglan— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) May 30, 2020 Ég geri 100% ráð fyrir því að þurfa að taka á þessum aðstæðum og tek þess vegna myndir af LITERAL INNAKSTUR BANNAÐUR skiltunum áður en ég geng inn á þessi svæði. Ég er í alvörunni forvitinn að sjá sprunguna sem kemur í sjálfsímyndina þegar viðkomandi góðborgari réttlætir lögbrot. pic.twitter.com/a7Uje9K17K— Kristleifur Daðason (@kristleifur) May 31, 2020 Saman á rúntinum #göngugotur @logreglan pic.twitter.com/reFHYBqSZl— Thora (@Erkitekt) May 31, 2020 Ertu til í að vera með í að mótmæla því að Laugavegur sé ekki enn orðin göngugata með því að mótmæla og setjast bara á sólstóla þar? Segjum í næstu viku einhverntima þegar ekki rignir. Til? Mátt líka kommenta.— MaggaBest (@margrethugrun) May 30, 2020 Reykjavík Göngugötur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Illa hefur gengið síðustu daga að tryggja að göngugötur í miðborginni haldist göngugötur. Í síðustu viku voru sett upp sérstök skilti til að minna vegfarendur á að hluti Laugavegar, Skólavörðustígs og Vegamótastígs sé nú orðinn að varanlegum göngugötum. Netverjar hafa margir vakið athygli á því að ökumenn hafi ekki virt þessar reglur og hafi jafnvel reynt að keyra á gangandi vegfarendur á göngugötunum. Gangandi vegfarendur fari ekki út á götuna því það sé svo mikil bílaumferð á göngugötunni. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, segir í samtali við fréttastofuna að hún hafi orðið vör við hve erfiðlega hafi gengið að halda götunum sem göngugötum. „Það sem við höfum séð er að ökumenn eru ekki að virða umferðarmerkingar og umferðarlögin. Það er í rauninni alveg ótrúlegt að í okkar samfélagi sé staðan þannig að fólk virði ekki lögin og að fólk keyri á götu bara af því það er gata.“ Umferðarlögum var breytt nú um áramótin en í þeim felst að ökumenn sem eru með „p-merkta“ bíla geti keyrt á þessum göngugötum. Á Íslandi eru um átta þúsund bílar með þannig merkingu og segir Sigurborg mjög erfitt að framfylgja þessum umferðarlögum þar sem göturnar eru enn opnar og auðvelt fyrir ökumenn að keyra eftir götunum. „Það sem við getum gert er að skilta og gefa til kynna að ökumaður eigi ekki að keyra þarna inn.“ Þá segir hún líklegt að ráðist verði í úrbætur á göngugötunum, þangað verði settir blómapottar og bekkir til að gefa til kynna að ekki eigi að aka á götunum. „Ef það dugir ekki þá þarf að fara í frekari framkvæmdir,“ segir Sigurborg. „Rétt í þessu var ég að labba niður Skólavörðustíginn og það kom bíll, keyrði svona hálfum meter á eftir mér. Þegar ég hélt áfram að ganga Laugaveginn kallaði hún á mig að ég væri að labba á götunni. Ég sagði henni vingjarnlega að þetta væri göngugata,“ skrifar Nanna Hermannsdóttir á Twitter. „Hún hló að mér og sagði að það væri sko „allt opið.“ Ég útskýrði fyrir henni af hverju það væri ekki lokað en það væru skilti út um allt. Hún hló aftur að mér og sagði að hún mætti keyra þarna því það væri allt opið,“ bætir Nanna við. Það má með sanni segja að Twitter logi þessa stundina með reynslusögum fólks sem lesa má hér að neðan. Ég er, því miður, at it again "Sæll þetta er göngugata""Nei""...jú""Nei""Jú jú, það er skilti þarna sem þú keyrðir framhjá""Nei""Jú, og annað á næstu gatnamótum""Síðan hvenær?""Síðustu viku eða e-ð""Já ok""Getur beygt til vinstri næst""Geri það"Hann gerði það ekki pic.twitter.com/7wTSrjtGlq— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 31, 2020 Náði heldur varla gellunni sem sagði "FUCK YOU" og bókstaflega reyndi að keyra á mig pic.twitter.com/mabf6IeGzP— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) May 30, 2020 Heill og sæll Gísli MarteinnÞað er óljóst í hvað þú ert að vísa þarna en lögreglan verður, eins og margar aðrar stofnanir hins opinbera að forgangsraða vegna fámennis í stéttinni og kannski er það skýring á mismunandi áherslum í afskiptum.Kv.KÖK— LRH (@logreglan) May 31, 2020 Gangandi vegfarendur fara ekki út á götuna því það er svo mikil bílaumferð á GÖNGUGÖTUNNI.Ég er brjáluð og ég skil ekki afhverju löggan plantar sér ekki þarna í nokkra daga og sektar. Það ætti ekki að þurfa meira til. 3/3@logreglan— Nanna Hermannsdóttir (@nannahermanns) May 30, 2020 Ég geri 100% ráð fyrir því að þurfa að taka á þessum aðstæðum og tek þess vegna myndir af LITERAL INNAKSTUR BANNAÐUR skiltunum áður en ég geng inn á þessi svæði. Ég er í alvörunni forvitinn að sjá sprunguna sem kemur í sjálfsímyndina þegar viðkomandi góðborgari réttlætir lögbrot. pic.twitter.com/a7Uje9K17K— Kristleifur Daðason (@kristleifur) May 31, 2020 Saman á rúntinum #göngugotur @logreglan pic.twitter.com/reFHYBqSZl— Thora (@Erkitekt) May 31, 2020 Ertu til í að vera með í að mótmæla því að Laugavegur sé ekki enn orðin göngugata með því að mótmæla og setjast bara á sólstóla þar? Segjum í næstu viku einhverntima þegar ekki rignir. Til? Mátt líka kommenta.— MaggaBest (@margrethugrun) May 30, 2020
Reykjavík Göngugötur Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira