Lögregla ræðst gegn fjölmiðlafólki sem Trump segir kynda undir hatri og stjórnleysi Andri Eysteinsson skrifar 31. maí 2020 20:12 Þjóðvarðliðið hefur verið kallað út víða í landinu, þar á meðal í Los Angeles þar sem þessi mynd er tekin. Getty/Mario Tama Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020 Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Í mótmælaöldunni sem fer nú um Bandaríkin vegna dauða George Floyd í Minneapolis 25. maí hefur borið á því að fjölmiðlafólk hafi verið sérstakt skotmark óeirðalögreglu í borgum víðsvegar um Bandaríkin. Eftir að myndband fór í dreifingu af dauða George Floyd sem lést eftir afskipti lögreglumannsins Derek Chauvin hófust mótmæli í borginni Minneapolis sem síðar hafa breiðst út um landið allt og einnig til Evrópu. Mótmælin voru í fyrstu friðsamleg en hafa stigmagnast síðustu daga og og hefur lögregla víða undirbúið sig fyrir miklar óeirðir. Lögregla hefur beitt piparúða, gúmmíkúlum, málningarhylkjum og valdi gegn mótmælendum. Þá hefur þjóðvarðliðið einnig brugðist við mótmælunum og lagt lögreglu lið. Víða hafa mótmælendur gripið til þeirra ráða að brjóta rúður og kveikja elda í verslunum og jafnvel í lögreglustöðvum. Þá hefur birst töluverður fjöldi af myndböndum og tístum sem sýna lögreglu handtaka eða beita valdi sínu með öðrum hætti gegn fjölmiðlum á vettvangi. Þá tísti Bandaríkjaforseti, Donald Trump, um fjölmiðla og þátt þeirra í óeirðunum. Sagði forsetinn að fjölmiðlar reyndu hvað þeir gætu til að kynda undir hatri og stjórnleysi, fjölmiðlarnir flyttu falsfréttir og þar væri virkilega slæmt fólk með andstyggilega stefnu. The Lamestream Media is doing everything within their power to foment hatred and anarchy. As long as everybody understands what they are doing, that they are FAKE NEWS and truly bad people with a sick agenda, we can easily work through them to GREATNESS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Forsetinn hefur þá áður tekið afstöðu með lögreglunni og var framferði hans á Twitter gagnrýnt á dögunum þar sem tíst hans var talið upphefja og hvetja til ofbeldis. Tók samfélagsmiðillinn til þess að loka fyrir það ákveðna tíst forsetans. Hér að neðan má sjá hluta Twitterþráðar þar sem tekin hafa verið saman atvik þar sem lögregla hefur beitt valdi gegn fjölmiðlum í uppþotunum í Bandaríkjunum á síðustu dögum. The other example from last night is a news crew being hit with less lethal rounds from a paintball gun. https://t.co/wap8DRmtyB— Nick Waters (@N_Waters89) May 30, 2020 CBS news crew targeted with less lethal rounds in Minneapolis. Clearly a news crew: you can see the sound boom at the end of the video. https://t.co/z3HFyZvxy5— Nick Waters (@N_Waters89) May 31, 2020
Donald Trump Fjölmiðlar Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fer vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58