Ráðgjafar Trump ósammála um ávarp til þjóðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 1. júní 2020 07:59 Lögregluþjónar nærri Hvíta húsinu. AP/Alex Brandon Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. Ekkert lát virðist vera á óreiðunum og hafa minnst fimm látið lífið þeirra vegna. Einn hópur, sem leiddur er af Mark Meadows, starfsmannastjóra Hvíta hússins, vill að Trump lýsi yfir stuðningi við lögreglu og lög og reglu, sem er eitthvað sem fellur iðulega í kramið meðal helstu stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Síðasta ávarp var klúður Annar hópur, sem leiddur er af Jared Kushner, tengdasyni forsetans og eins hans helsta ráðgjafa, vill það ekki. Þeir óttast að slík yfirlýsing gæti gert ástandið verra og kosta Trump atkvæði svartra Bandaríkjamanna í kosningunum í nóvember. Framboð Trump hefur varið miklu púðri að undanförnu til að reyna að tryggja forsetanum atkvæði svartra. Samkvæmt heimildum Politico innan Hvíta hússins óttast ráðgjafar Trump einnig að ávarp muni grafa undan viðleitni ríkisstjórnarinnar til að endurræsa efnahag Bandaríkjanna eins fljótt og auðið er. Starfsmenn Hvíta hússins telja síðasta ávarp Trump, sem hann flutti um miðjan mars og vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, hafa misheppnast. Hvíta húsið þurfti að leiðrétta fjölmargar yfirlýsingar forsetans í ávarpinu, sem var skrifað í miklum flýti. Að kasta tístum á eldinn Ekkert hefur gengið að finna mögulega tón fyrir forsetann en Trump hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að gera lítið annað en að kasta olíu á eldinn í formi tísta, þrátt fyrir að ráðgjafar hans hafi hvatt hann til að halda sig frá símanum. Á Twitter hefur hann meðal annars vitnaði í umdeild ummæli fógeta Miami frá sjöunda áratugnum og hótað að láta skjóta mótmælendur, sagt öryggissveitum að beita meiri hörku, gagnrýnt Demókrata og leiðtoga borga þar sem óeirðir hafa farið fram og sakað fjölmiðla um að ýta undir óöldina og jafnvel valda henni. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Myndböndin sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Chauvin og fjórir aðrir lögregluþjónar hafa verið reknir og hann hefur verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Mótmælin og óeirðirnar hafa svo að miklu leyti snúist um það hvað svartir menn eru líklegir til að vera drepnir af lögreglu almennt. Slökkt var á ljósunum sem lýsa upp Hvíta húsið í nótt þegar óeirðir áttu sér stað þar fyrir utan. Fyrr um kvöldið höfðu friðsöm mótmæli farið fram en þegar nóttin skall á breyttist það. Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu og voru eldar kveiktir í braki, bílum og jafnvel húsum nærri Hvíta húsinu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, eru ósammála um það hvort hann eigi að ávarpa þjóðina vegna þeirra mótmæla og óeirða sem hafa nú staðið yfir í sex daga. Ekkert lát virðist vera á óreiðunum og hafa minnst fimm látið lífið þeirra vegna. Einn hópur, sem leiddur er af Mark Meadows, starfsmannastjóra Hvíta hússins, vill að Trump lýsi yfir stuðningi við lögreglu og lög og reglu, sem er eitthvað sem fellur iðulega í kramið meðal helstu stuðningsmanna Repúblikanaflokksins. Síðasta ávarp var klúður Annar hópur, sem leiddur er af Jared Kushner, tengdasyni forsetans og eins hans helsta ráðgjafa, vill það ekki. Þeir óttast að slík yfirlýsing gæti gert ástandið verra og kosta Trump atkvæði svartra Bandaríkjamanna í kosningunum í nóvember. Framboð Trump hefur varið miklu púðri að undanförnu til að reyna að tryggja forsetanum atkvæði svartra. Samkvæmt heimildum Politico innan Hvíta hússins óttast ráðgjafar Trump einnig að ávarp muni grafa undan viðleitni ríkisstjórnarinnar til að endurræsa efnahag Bandaríkjanna eins fljótt og auðið er. Starfsmenn Hvíta hússins telja síðasta ávarp Trump, sem hann flutti um miðjan mars og vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, hafa misheppnast. Hvíta húsið þurfti að leiðrétta fjölmargar yfirlýsingar forsetans í ávarpinu, sem var skrifað í miklum flýti. Að kasta tístum á eldinn Ekkert hefur gengið að finna mögulega tón fyrir forsetann en Trump hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að gera lítið annað en að kasta olíu á eldinn í formi tísta, þrátt fyrir að ráðgjafar hans hafi hvatt hann til að halda sig frá símanum. Á Twitter hefur hann meðal annars vitnaði í umdeild ummæli fógeta Miami frá sjöunda áratugnum og hótað að láta skjóta mótmælendur, sagt öryggissveitum að beita meiri hörku, gagnrýnt Demókrata og leiðtoga borga þar sem óeirðir hafa farið fram og sakað fjölmiðla um að ýta undir óöldina og jafnvel valda henni. Óeirðirnar hófust eftir að myndbönd af grimmilegum dauða George Floyd frá því á mánudaginn í síðustu viku, birtust á netinu. Hann var 49 ára gamall maður sem dó í haldi lögreglu í Minneapolis. Myndböndin sýna lögregluþjóninn Derek Chauvin halda Floyd niðri með því að hafa hné sitt á hálsi hans í nærri því níu mínútur, eftir að hafa handtekið hann fyrir að framvísa fölsuðum seðli. Jafnvel þó vegfarendur sögðu Floyd vera hættan að anda fjarlægði Chauvin ekki hné sitt af hálsi hans. Chauvin og fjórir aðrir lögregluþjónar hafa verið reknir og hann hefur verið ákærður fyrir morð af þriðju gráðu og manndráp af annari gráðu. Mótmælin og óeirðirnar hafa svo að miklu leyti snúist um það hvað svartir menn eru líklegir til að vera drepnir af lögreglu almennt. Slökkt var á ljósunum sem lýsa upp Hvíta húsið í nótt þegar óeirðir áttu sér stað þar fyrir utan. Fyrr um kvöldið höfðu friðsöm mótmæli farið fram en þegar nóttin skall á breyttist það. Til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu og voru eldar kveiktir í braki, bílum og jafnvel húsum nærri Hvíta húsinu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Dauði George Floyd Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29 Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi segir kynþáttahatur ekki kerfislægt vandamál innan lögreglunnar Þjóðaröryggisráðgjafi Hvíta hússins hafnaði því í sjónvarpsviðtali við Jake Tapper hjá CNN í kvöld að kynþáttahatur væri kerfislægt innan bandarísku löggæslunnar. Ráðgjafinn Robert O‘Brien sagði að um væri að ræða nokkur skemmd epli sem eyðilögðu orðspor lögreglunnar. 31. maí 2020 23:29
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Lögreglan gekk til liðs við mótmælendur Þó mikið hafi verið um óeirðir og átök milli mótmælenda og lögreglu í Bandaríkjunum á það ekki við alls staðar þar sem mótmæli fóru fram. 31. maí 2020 14:50
Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48
Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42