Finna fyrir varnarleysi og halda samstöðufund á Austurvelli Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 1. júní 2020 13:30 Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira
Nokkrir Bandaríkjamenn sem búa hér á Íslandi hafa skipulagt samstöðufund við mótmælendur í bandaríkjunum á miðvikudaginn. Einn skipuleggjanda segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. Umfangsmikil mótmæli og óeirðir hafa átt sér stað í Bandaríkjunum frá því George Floyd dó þegar lögregluþjónn hélt hné sínu á hálsi hans nokkrar mínútur þar til hann hætti að anda. Mótmælin vestanhafs hafa sömuleiðis snúist um það harðræði sem svart fólk verður fyrir af höndum lögreglu. Til stendur að halda fundinn á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. Dori Levitt Baldvinsson, er ein skipuleggjenda en hún segir hópinn hafa upplifað varnarleysi sem Bandaríkjamenn langt að heiman. „Maður finnur fyrir varnarleysi á margan hátt. Sérstaklega verandi hér og sjá hvað er að gerast þarna,“ segir Dori. Hún segir dauði George Floyd vera eitt margra svipaðra tilfella. „Við fórum að tala saman um hvernig við gætum tekist á við þetta saman. Það vatt svo upp á sig.“ Dori segir mótmælin í raun vera orðin að alþjóðlegri hreyfingu. Samstöðufundir við mótmælendur í Bandaríkjunum hafa verið haldnir í borgum víða um heim. Hún segir að samstöðufundurinn á miðvikudag merki eitthvað mismunandi fyrir alla. Þetta hafi ekki einungis áhrif á svart fólk heldur alla. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd. 00:44 - 01:10 „Það er sá sem George Floyd var haldið niðri af lögreglu. Það gerum við til að átta okkur á hve langur tími það er. Það er nægur tími til að heyra einhvern segja: Hættu. Nægur tími til að átta sig á því sem þú ert að gera,“ segir Dori. Floyd hafi varið þeim tíma í jörðinni áður en hann dó. Samstöðufundir hafa farið fram víða um heim þar sem þúsundir hafa komið saman í borgum í Bretlandi, Þýskalandi, Danmörku, Ítalíu, Nýja Sjálandi, Kanada og víðar. Frá samstöðufundi í Sviss í dag.AP/Alexandra Wey
Bandaríkin Kynþáttafordómar Reykjavík Dauði George Floyd Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Sjá meira