Umdeildum þingmanni hafnað og Biden við það að sigra Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2020 11:04 Kjósendur með grímur bíða eftir að því að geta kosið í forvali í Washington-borg í gær. Langar raðir mynduðust sums staðar. Margir biðu enn í röð skömmu áður en útgöngubann tók gildi í borginni vegna mótmæla sem hafa geisað undanfarna daga. AP/Andrew Harnik Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Kjósendur Repúblikanaflokksins í Iowa höfnuðu umdeildum þingmanni sínum sem sóttist eftir tíunda kjörtímabili sínu í forvali í gær. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er við það að tryggja sér útnefningu demókrata sem forsetaframbjóðandi eftir kosningarnar sem fóru fram í skugga kórónuveirufaraldurs og mótmælaöldu vegna dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Steve King hefur verið fulltrúadeildarþingmaður repúblikana í Iowa frá 2003. Hann hefur verið sakaður um að ala á kynþáttahyggju og andúð á innflytjendum. Forysta flokksins svipti hann nefndarsæti eftir að ummæli hans um hvíta þjóðernishyggju ollu úlfaþyt í fyrra. Aðeins mánuði síðar velti King opinberlega vöngum yfir því hvort að mannkynið væri til ef ekki væri fyrir nauðganir og sifjaspell. Repúblikanar óttuðust að vaxandi óvinsældir King gætu kostað þá þingsætið í kosningum sem fara fram í nóvember. Þeim varð að ósk sinni þegar Randy Feenstra, ríkisöldungadeildarþingmaður, bar sigurorð af King í forvalinu í gær. Reuters-fréttastofan segir að sigur Feenstra auki líkur repúblikana á því að halda bæði sæti King í fulltrúadeildinni en einnig öldungadeildarþingsæti Joni Ernst á Bandaríkjaþingi í haust. Kosið var í átta ríkjum auk Washington-borgar í gær, þar á meðal í forvali fyrir forsetakosningarnar. Í sumum tilfellum var um að ræða kosningar sem ríki höfðu frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Víða þurftu kjósendur ekki aðeins að hafa áhyggjur af smitvörnum heldur einnig útgöngubönnum og vopnuðum sveitum sem hefur verið beitt gegn mótmælum undanfarinna daga. Langar raðir mynduðust sums staðar þar sem kjörstjórnir fækkuðu kjörstöðum af ótta við faraldurinn. Steve King hefur verið yst á hægri jaðrinum í Repúblikanaflokknum varðandi innflytjendamál, þungunarrof og kynþáttamál.AP/Charlie Neibergall Biden gæti tryggt sér útnefninguna í næstu viku AP-fréttastofan segir að Biden hafi sigrað í öllum sjö ríkjunum sem héldu forval í gær auk Washington-borgar. Fyrrverandi varaforsetinn hefur átt sigurinn í forvalinu vísan frá því að Bernie Sanders, helsti keppinautur hans, játaði sig sigraðan í byrjun apríl. Hann gæti nú tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi þegar forval verður haldið í Georgíu og Vestur-Virginíu í næstu viku. Mótmæli undanfarinna daga brutust út eftir að George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í lengri tíma í síðustu viku. Í borginni Ferguson í Missouri þar sem mikil mótmæli blossuðu upp eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan táning til bana árið 2014 var Ella Jones kjörin borgarstjóri í gær, fyrsti blökkumaðurinn og fyrsta konan til að ná kjöri til embættisins. Í Nýju-Mexíkó vakti forval demókrata fyrir kosningar til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings athygli fyrir þær sakir að Valerie Plame, fyrrverandi útsendari leyniþjónustunnar CIA, var í framboði. Aðstoðarmaður Dick Cheney, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, afhjúpaði Plame í hefndarskyni eftir að eiginmaður hennar gagnrýndi leyniþjónustuupplýsingarnar sem ríkisstjórn George W. Bush notaði til þess að ráðast inn í Írak árið 2003. Plame beið ósigur fyrir Teresu Leger Fernandez, talskona samfélags frumbyggja. Joe Biden hélt til Filadelfíu í dag til að ræða um mótmæli undanfarinna daga. Þetta var í fyrsta skipti sem Biden ferðast út fyrir heimaríki sitt Delaware frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst.AP/Matt Rourke
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira