Obama kallaði eftir breytingum hjá lögreglunni Kjartan Kjartansson skrifar 4. júní 2020 12:37 Skjáskot úr ávarpi Obama sem sent var út á netinu í gær. AP/My Brother's Keeper Alliance/Obama Foundation Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Mótmælendur lögregluofbeldis og kerfislægrar kynþáttahyggju fengu stuðning frá Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í myndbandsávarpi í gær. Obama sagði að breytinga væri þörf hjá lögregluliði landsins og að endurskoða þyrfti stefnu um hvernig hún beitir valdi sínu. Mikil reiði greip um sig í Bandaríkjunum eftir að myndband birtist af því þegar George Floyd, óvopnaður blökkumaður, lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Lögreglumaður hvíldi hné á hálsi Floyd á meðan þrír aðrir lögregluþjónar stóðu hjá. Á myndbandinu heyrðist Floyd segja að hann næði ekki andanum. Mótmæli hafa farið fram í á annað hundrað borgum í Bandaríkjunum síðan. Þeim hefur sums staðar fylgt óeirðir og gripdeildir. Lögregla og þjóðvarðlið hefur í sumum tilfellum brugðist við af hörku og beitt gúmmíkúlum og táragasi. Þá hafa nokkrir lögreglumenn orðið fyrir skotum í óeirðunum. Í fyrstu sjónvörpuðu ummælum sínum um mótmælin í gær sagðist Obama telja að aðeins lítið prósent mótmælenda hefði komið fram með ofbeldi. Eins sagðist hann telja að yfirgnæfandi meirihluti lögreglumanna væri ekki ofbeldisfullur. Lögreglan dragi úr spennu í átökum Benti fyrrverandi forsetinn á að Bandaríkin hefðu verið stofnuð á grundvelli mótmæla. Mótmælin nú væru afleiðing áralangs misréttis og kerfislægra þátta sem ætti rætur sínar að rekja allt til þrælahalds og laga sem mismunuðu kynþáttum. „Hvert skref í framþróun þessa lands, hvers einasta útvíkkun frelsis, öll tjáning á dýpstu hugsjónum okkar náðist fram með aðgerðum sem velgdu ríkjandi ástandi undir uggum,“ sagði Obama og lofaði mótmælendur fyrir að láta til sín taka. Hvatti Obama alla borgarstjóra í Bandaríkjunum til að endurskoða stefnu um hvenær og hvernig lögregla beitir valdi og ráðast í umbætur í löggæslumálum. Á meðal þeirra umbóta er að skylda lögreglumenn til að draga úr spennu í átökum [e. de-escalation], banna lögreglumönnum að skjóta á farartæki á ferð, að ofbeldisbrot séu tilkynnt tímanlega og að sumar valdbeitingaraðferðir lögreglu verði alfarið bannaðar. „Hálstak og kverkatak er ekki það sem við gerum,“ sagði Obama. Sagði ekkert um viðbrögð Trump Fyrrverandi forsetinn lét hjá líða að gagnrýna eftirmann sinn í embætti, Donald Trump. New York Times segir að Obama telji að slík gagnrýni myndi aðeins espa upp stuðningsmenn Trump í aðdraganda forsetakosninga í haust. Trump hefur tekið allt annan pól í hæðina gagnvart mótmælunum. Hann hefur lýst andstyggð sinni á myndbandinu af dauða Floyd en einnig haldið því fram að mótmælin í kjölfarið einkennist helst af óeirðum og gripdeildum. Þá hefur hann haldið því fram með litlum rökum að öfgavinstrimenn og svonefndir andfasistar skipuleggi mótmælin. Undanfarna daga hefur Trump legið undir sérstakri gagnrýni fyrir að hóta að beita hernum á mótmælendur. Mark Esper, varnarmálaráðherra, lýsti sig ósammála því í gær, og forveri hans James Mattis rauf þögn sína um Trump með yfirlýsingu þar sem hann fordæmdi Trump fyrir viðbrögðin við mótmælunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58 Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Sjá meira
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38
Ráðherra ósammála Trump um að beita hernum Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna lýsti sig ósammála hótunum Donalds Trump forseta um að beita hernum til þess að stöðva mótmæli sem hafa blossað upp víða um landið í kjölfar dráps á blökkumanni í haldi lögreglu. Ráðherrann telur aðstæður ekki réttlæta að herinn verði kallaður út. 3. júní 2020 15:58
Obama gagnrýnir enn viðbrögð Trump-stjórnarinnar við faraldrinum Obama segir embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump ekki hafa fyrir því að þykjast vera við stjórnvölinn. 17. maí 2020 07:40